ÍPS réði Harald Birgisson sem U18 landsliðsþjálfara í dag. Haraldur eða Halli Birgis. eins og hann er kallaður mun þjálfa bæði drengi og stúlkur hjá ÍPS.
Það hefur verið mikill uppgangur í unglingapílunni á Íslandi og félögin dugleg að bjóða upp á æfingar og keppnir fyrir U18. Það verður gaman að fylgjast með krökkunum sem munu æfa og keppa af krafti til að komast í unglingalandsliðið.
Næsta verkefni U18 er Eurocup 2025 í Hollandi í júlí. (16.-19. júlí). Þar verða valdir fjórir drengir og tvær stúlkur til að keppa fyrir Íslands hönd. Þannig að það er til mikils að vinna fyrir ungmennin okkar á Dartung um helgina sem verður haldið í Reykjanesbæ á sunnudaginn næstkomandi.
Við óskum Haraldi til hamingju með starfið og þökkum fyrrverandi þjálfurum þeim Pétri og Brynju fyrir samstarfið.
Áfram Ísland!!!
Hér má finna allar beinar útsendingar Live Darts Iceland frá Íslandsmóti ungmenna 2025: Streymi 1:…
Íslandsmót ungmenna 2025 í 501 verður haldið á morgun og rennur fresturinn út til að…
Villa fannst á skráningarforminu fyrir Íslandsmót ungmenna í flokki U23 bæði í karla og kvennaflokki…
Grand Prix 2025 var haldið laugardaginn 17. maí í aðstöðu PFR að Tangarhöfða 2. 39…
Stjórn ÍPS vill minna á að skráning á íslandsmót ungmenna í 501 er í fullum…
Stjórn ÍPS vill minna á Grand Prix 2025 sem haldið verður laugardaginn 17. Maí í…