ÍPS réði Harald Birgisson sem U18 landsliðsþjálfara í dag. Haraldur eða Halli Birgis. eins og hann er kallaður mun þjálfa bæði drengi og stúlkur hjá ÍPS.
Það hefur verið mikill uppgangur í unglingapílunni á Íslandi og félögin dugleg að bjóða upp á æfingar og keppnir fyrir U18. Það verður gaman að fylgjast með krökkunum sem munu æfa og keppa af krafti til að komast í unglingalandsliðið.
Næsta verkefni U18 er Eurocup 2025 í Hollandi í júlí. (16.-19. júlí). Þar verða valdir fjórir drengir og tvær stúlkur til að keppa fyrir Íslands hönd. Þannig að það er til mikils að vinna fyrir ungmennin okkar á Dartung um helgina sem verður haldið í Reykjanesbæ á sunnudaginn næstkomandi.
Við óskum Haraldi til hamingju með starfið og þökkum fyrrverandi þjálfurum þeim Pétri og Brynju fyrir samstarfið.
Áfram Ísland!!!
Stjórn Íslenska Pílukastsambandsins boðar hér með til árlegs Píluþings, sem haldið verður Laugardaginn 10. janúar…
Það er ekki hægt að segja að 3 kvöldið í úrvalsdeildinni hafi boðið upp á…
Stigameistari 2025 Stigameistari karla með 107 stig söfnuð yfir árið er enginn annar en Alexander…
Kristaldeild 6. umferð Floridana 1. Sæti - Alexander Veigar Þorvaldsson2. Sæti - Hörður Þór Guðjónsson3-4.…
Það var svokallaður Reykjavíkurslagur í úrslitaleiknum á kvöldi 2 í Úrvalsdeildinni sem var haldin í…
Hægt er að fylgjast með útsendingum Lokaumferð Floridana deildarinnar á streymi Live Darts Iceland Reykjavíkurdeildin:…