Sigurvegari Lengjudeildarinnar 2019 verður krýndur miðvikudagskvöldið 8. janúar 2020. Spilaðir verða tveir undanúrslitaleikir, leikur um þriðja sætið og síðan úrslitaleikur. Sigurvegari deildarinnar hlýtur 150 þúsund krónur, annað sætið 75 þúsund krónur, þriðja sætið 50 þúsund krónur og fjórða sætið 25 þúsund krónur.
Leikir kvöldsins eru:
19:30 – Vitor Charrua vs Hallgrímur Egilsson
20:00 – Matthías Örn Friðriksson vs Alex Máni Pétursson
20:30 – Leikur um þriðja sæti
21:00 – Úrslitaleikur
Leikirnir verða að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Facebook og YouTube síðu Live Darts Iceland.
Spilað verður í nýrri pílukastaðstöðu á þriðju hæð Smáralindar, beint á móti Smárabíó og eru allir velkomnir.
ÍPS auglýsir eftir þjálfara til að sinna unglingalandsliðum Íslands tímabilið 2025-2027. Mikill vöxtur hefur verið…
Í gær fór fram síðasta kvöldið í Úrvalsdeildinni þar sem línur skýrðust tengt því hvaða…
Sjötta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur sunnudaginn 24.…
Hér má finna allar beinar útsendingar Live Darts Iceland frá Floridana deildinni í pílukasti. Leikir…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 6. umferð Floridana deildarinnar árið 2024. Fyrirkomulag uppröðunnar er…