Lengjudeildin í pílukasti 2019 hefur göngu sína 23. október næstkomandi en 8 bestu pílukastarar landsins takast á um 300 þúsund króna verðlaunaféð og titilinn Lengjudeildarmeistarinn.
Þeir 8 spilarar sem munu taka þátt í deildinni voru valdir með eftirfarandi hætti:
4 efstu í Lengjubikarnum
2 efstu í Lengjan Open
2 wildcard valin af ÍPS
Seinasta umferð Lengjubikarsins fór fram miðvikudaginn 11. september og voru 4 efstu eftir 8 mót:
Matthías Örn Friðriksson – 165 stig
Karl Helgi Jónsson – 117 stig
Alex Máni Pétursson – 101 stig
Þorgeir Guðmundsson – 93 stig
Lengjan Open var haldin 24. september en þar tryggðu sig inn
Vitor Charrua
Guðmundur Valur Sigurðsson
ÍPS valdi síðan 2 spilara sem taka einnig þátt en þeir eru:
Hallgrímur Egilsson
Alexander Veigar Þorvaldsson
Fyrsta umferð Lengjudeildarinnar fer fram miðvikudagskvöldið 23 október hjá Pílukastfélagi Reykjavíkur og verður hægt að horfa á alla leiki í beinni útsendingu hjá Live Darts Iceland.
Stöðu í deildinni og leikjafyrirkomulag má nálgast hér:
Lengjudeildin 2019
Stjórn ÍPS vil vekja athygli að skráning á Dartung 2 er í fullum gangi núna.…
Iceland open og Iceland Masters voru haldin núna um helgina, 26. og 27. apríl. 173…
Við viljum vekja athygli á því að það er Iceland Open/Masters bolir til sölu. Bolirnir…
The Round Robins are here... Below you can see schedules and round robins for both…
Finally the day has arrived and we are proud to present the schedule for the…
Í langan tíma hefur verið rökræður meðal keppenda um fatareglur á mótum og reglur óskýrar,…