Lengjudeildin í pílukasti

ÍPS í samvinnu við Íslenskar Getraunir kynnir með stolti Lengjudeildina í pílukasti 2019. 8 bestu pílukastarar landsins spila í beinni útsendingu á SportTV í deild þeirra bestu og 4 efstu eftir 7 umferðir tryggja sig inná lokakvöldið. Allir hafa möguleika á að komast í Lengjudeildina en 8 spilarar verða valdið með eftirfarandi hætti:

  • 4 efstu á stigalista Lengjubikarsins 2019
  • 2 efstu á Lengjan OPEN 2019
  • 2 wildcard valin af ÍPS

4 leikir eru spilaðir á hverju miðvikudagskvöldi frá 23.okt – 4.des 2019. 4 efstu eftir 7 umferðir vinna sér rétt til að spila á lokakvöldinu þann 8. janúar 2020 þar sem Lengjudeildarmeistarinn verður krýndur!

Lengjubikarinn 2019

Lengjubikarinn 2019 er 8 móta sería spiluð öll miðvikudagskvöld frá 24. júlí til 11. september þar sem spilarar vinna sér inn stig. 4 efstu á þessum stigalista eftir seríuna vinna sér sæti í Lengjudeildinni.

Spilaður er beinn útsláttur, best af 7 leggjum alla leið og er raðað eftir stigalista ÍPS í hvert mót.

Lengjubikarinn er ekki kynjaskiptur og opinn öllum meðlimum aðildafélaga innan ÍPS.

Lengjan Open 2019

Lengjan OPEN er helgarmót, haldið helgina 14-15 sept 2019. Spilaður er beinn útsláttur og einungis einn leikur spilaður í einu, allt í beinni útsendingu hjá Live Darts Iceland. Á laugardag fara fram 32 manna úrslit og á sunnudeginum er spilað 16 manna, 8 manna, undanúrslit og úrslitaleikur. Þeir 2 spilarar sem komast í úrslit vinna sér þátttökurétt í Lengjudeildinni. Raðað er eftir stigalista ÍPS.

Lengjan OPEN 2019 er ekki kynjaskipt og opin öllum meðlimum aðildafélaga innan ÍPS.

ipsdart

Share
Published by
ipsdart

Recent Posts

WDF World Masters 2024

World Darts Federation (WDF) heldur 3 mót dagana 9-13 október næstkomandi í Búdapest, Ungverjalandi. Mótin…

13 klukkustundir ago

U18 á WDF Europe Cup Youth í Riga – Lettlandi

U18 landsliðhópurinn lagði land undir fót í morgun og eru nú stödd í Riga, Lettlandi,…

1 vika ago

Ísland með besta árangur á Norðurlandamóti WDF síðan 1994

Norðurlandamót WDF (WDF Nordic Cup 2024) fór fram á Bullseye Reykjavík dagana 23.-25. maí 2024.…

1 mánuður ago

Stúlkna- og drengjalandslið valin

Brynja Herborg, landsliðsþjálfari stúlkna U18, og Pétur Rúðrik Guðmundsson, landsliðsþjálfari drengja U18 hafa valið þá…

2 mánuðir ago