Lengjudeildin í pílukasti

ÍPS í samvinnu við Íslenskar Getraunir kynnir með stolti Lengjudeildina í pílukasti 2019. 8 bestu pílukastarar landsins spila í beinni útsendingu á SportTV í deild þeirra bestu og 4 efstu eftir 7 umferðir tryggja sig inná lokakvöldið. Allir hafa möguleika á að komast í Lengjudeildina en 8 spilarar verða valdið með eftirfarandi hætti:

  • 4 efstu á stigalista Lengjubikarsins 2019
  • 2 efstu á Lengjan OPEN 2019
  • 2 wildcard valin af ÍPS

4 leikir eru spilaðir á hverju miðvikudagskvöldi frá 23.okt – 4.des 2019. 4 efstu eftir 7 umferðir vinna sér rétt til að spila á lokakvöldinu þann 8. janúar 2020 þar sem Lengjudeildarmeistarinn verður krýndur!

Lengjubikarinn 2019

Lengjubikarinn 2019 er 8 móta sería spiluð öll miðvikudagskvöld frá 24. júlí til 11. september þar sem spilarar vinna sér inn stig. 4 efstu á þessum stigalista eftir seríuna vinna sér sæti í Lengjudeildinni.

Spilaður er beinn útsláttur, best af 7 leggjum alla leið og er raðað eftir stigalista ÍPS í hvert mót.

Lengjubikarinn er ekki kynjaskiptur og opinn öllum meðlimum aðildafélaga innan ÍPS.

Lengjan Open 2019

Lengjan OPEN er helgarmót, haldið helgina 14-15 sept 2019. Spilaður er beinn útsláttur og einungis einn leikur spilaður í einu, allt í beinni útsendingu hjá Live Darts Iceland. Á laugardag fara fram 32 manna úrslit og á sunnudeginum er spilað 16 manna, 8 manna, undanúrslit og úrslitaleikur. Þeir 2 spilarar sem komast í úrslit vinna sér þátttökurétt í Lengjudeildinni. Raðað er eftir stigalista ÍPS.

Lengjan OPEN 2019 er ekki kynjaskipt og opin öllum meðlimum aðildafélaga innan ÍPS.

ipsdart

Share
Published by
ipsdart

Recent Posts

ÍPS auglýsir eftir þjálfara í unglingalandsliðin. (U18 – Drengir og stúlkur)

ÍPS auglýsir eftir þjálfara til að sinna unglingalandsliðum Íslands tímabilið 2025-2027. Mikill vöxtur hefur verið…

3 vikur ago

Úrvalsdeildin í pílukasti – Línur skýrast

Í gær fór fram síðasta kvöldið í Úrvalsdeildinni þar sem línur skýrðust tengt því hvaða…

3 vikur ago

Floridana deildin – 6. umferð – Úrslit

Sjötta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur sunnudaginn 24.…

3 vikur ago

Floridana deildin – 6. umferð – Beinar útsendingar

Hér má finna allar beinar útsendingar Live Darts Iceland frá Floridana deildinni í pílukasti. Leikir…

1 mánuður ago

Floridana deildin – 6. umferð – Áætluð deildaskipting

Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 6. umferð Floridana deildarinnar árið 2024. Fyrirkomulag uppröðunnar er…

1 mánuður ago