Íslenska pílukastsambandið hefur stofnað sjóð til að verðlauna þann pílukastara sem fyrstur nær fullkomnum 9 pílu leik í 501 á Íslandi. Fyrir þann árangur veitir ÍPS viðkomandi pílukastara 100.000 kr. verðlaun. Þessum verðlaunum er einungis heitið þeim sem fyrstur nær slíkum leik.
Verðlaunaveitingin er háð eftirtöldum skilyrðum.
1) Pílukastarinn þarf að vera félagi í ÍPS.
2) 9 pílu leikurinn þarf að vera gildur leikur á ÍPS móti (og hafa „þriðja aðila“sem skrifara).
Til ÍPS móta teljast: