Lokaumferð ÍPS deildarinnar fór fram í hrekkjavökuskreyttum sal Bullseye og hjá Píludeild Þórs á Akureyri.
Í Reykjavík mættu 77 manns til leiks. Eitthvað var um forföll á síðustu stundu sem olli um hálftíma töf á mótinu á meðan endurraðað var í riðla. Mótið rúllaði af stað upp úr ellefu og gekk nokkuð smurt fyrir. Hrekkjavökuandinn sveif þó yfir þar sem einhverjir “draugaleikir” höfðu hreiðrað um sig á Dartconnect þrátt fyrir að öllum leikjum á riðlablaði væri lokið. Í einstaka tilvikum mátti sjá leikmenn með 8 leiki leikna í 7 manna deild sem vissulega ættu ekki að geta verið fleiri sex. Líklegasta skýringin er að þegar leikmönnum fækkaði úr 8 í 7 fækkuðu leikjunum inná DC ekki samhliða þegar leikmönnum var hliðrað á milli deilda.
Tæknin er frábær en brigðul og þá ávallt gott að reiða sig á blað og penna. Úrslit riðla standa því samkvæmt riðlablöðum. Mótsstjórn biðst velvirðingar ef upplýsingar um úrslit riðla séu ekki eins nákvæm og vera ber á DC.
Að því sögðu þá voru úrslit eftirfarandi á Suðurlandi:
Gulldeild: Alexander Veigar Þorvaldsson með átta (8) vinninga
Silfurdeild: Guðjón Hauksson einnig með átta (8) vinninga
Brons: Magnús Már Magnússon með sjö (7) vinninga og sigrar á leggjahlutafalli.
Kopar: Kamil Mocek með sex (6) vinninga.
Járn: Orri Freyr Hjaltalín með sex (6) vinninga.
Blý: Hallgrímur Smári Skarphéðinsson með fimm (5) vinninga
Ál: Guðni Þorsteinn Guðjónsson með sex (6) vinninga.
Sink: Kári Vagn Birkisson með sex (6) vinninga.
Stál: Axel James Wright með fimm (5) vinninga.
Tré: Þorbjörn Óðinn Arnarsson með fimm (5) vinninga.
Þess ber sérstaklega að geta að Kári, Axel og Þorbjörn eru allir einnig að keppa í DartUng mótaröðinni. Það er því klárt mál að þeir eiga allir sem einn framtíðina fyrir sér haldi þeir áfram á þessari braut.
Norðan heiða mættu 41 einstaklingur til keppnis í Píluaðstöðu Þórs. Ekki fer sögum af því hvort tæknin hrellti þá jafnvel og sunnanmenn.
Úrslit þar voru eftirfarandi:
Gulldeild: Viðar Valdirmarsson með sex (6) vinninga og sigrar á leggjahlutfalli.
Silfurdeild: Steinþór Már Auðunsson betur þekktur sem Stubbur með sex (6) vinninga.
Brons: Ágúst Örn Vilbergsson með sex (6) vinninga og sigrar á leggjahlutfalli.
Kopar: Ágúst Aðalsteinsson með sex (6) vinninga.
Járn: Agnar Már Elíasson með sjö (7) vinninga.
ÍPS, ásamt Örnu Rut mótsstjóra, óskar sigurvegurum til hamingju með árangurinn. Sigurvegarar fá allir inneign hjá ÍPS. Uppfærða stöðu á inneignum má finna hér. Stjórn ÍPS hefur unnið hörðum höndum að því að fá inn nýjan styrktaraðila fyrir ÍPS deildina og verður hann ásamt nýju heiti á deildinni kynnt á næstu vikum.
Hér má síðan sjá myndir af sigurvegurum í lokaumferð ÍPS deildarinnar 2023:
4. umferð DartUng mótaraðarinnar í samvinnu við PingPong.is fór fram í aðstöðu Píludeildar Þórs á…
Íslandsmótið í 501 tvímenning fór fram síðastliðinn sunnudag á Bullseye Reykjavík en um 100 manns…
5. og næstsíðasta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og í aðstöðu Píludeildar…
Íslandsmótið í 301 árið 2024 fór fram í aðstöðu Píludeildar Þórs helgina 5-6 október síðastliðinn.…
Hér má finna allar beinar útsendingar Live Darts Iceland frá Íslandsmótinu í 301 en keppt…