Aðal

Lokaumferðar ÍPS deildarinnar – Úrslit

Lokaumferð ÍPS deildarinnar fór fram í hrekkjavökuskreyttum sal Bullseye og hjá Píludeild Þórs á Akureyri.

Í Reykjavík mættu 77 manns til leiks. Eitthvað var um forföll á síðustu stundu sem olli um hálftíma töf á mótinu á meðan endurraðað var í riðla. Mótið rúllaði af stað upp úr ellefu og gekk nokkuð smurt fyrir. Hrekkjavökuandinn sveif þó yfir þar sem einhverjir “draugaleikir” höfðu hreiðrað um sig á Dartconnect þrátt fyrir að öllum leikjum á riðlablaði væri lokið. Í einstaka tilvikum mátti sjá leikmenn með 8 leiki leikna í 7 manna deild sem vissulega ættu ekki að geta verið fleiri sex. Líklegasta skýringin er að þegar leikmönnum fækkaði úr 8 í 7 fækkuðu leikjunum inná DC ekki samhliða þegar leikmönnum var hliðrað á milli deilda.

Tæknin er frábær en brigðul og þá ávallt gott að reiða sig á blað og penna. Úrslit riðla standa því samkvæmt riðlablöðum. Mótsstjórn biðst velvirðingar ef upplýsingar um úrslit riðla séu ekki eins nákvæm og vera ber á DC.

Að því sögðu þá voru úrslit eftirfarandi á Suðurlandi:

Gulldeild: Alexander Veigar Þorvaldsson með átta  (8) vinninga
Silfurdeild: Guðjón Hauksson einnig með átta (8) vinninga
Brons: Magnús Már Magnússon með sjö (7) vinninga og sigrar á leggjahlutafalli.
Kopar: Kamil Mocek með sex (6) vinninga.
Járn: Orri Freyr Hjaltalín með sex (6) vinninga.
Blý: Hallgrímur Smári Skarphéðinsson með fimm (5) vinninga
Ál: Guðni Þorsteinn Guðjónsson með sex (6) vinninga.
Sink: Kári Vagn Birkisson með sex (6) vinninga.
Stál: Axel James Wright með fimm (5) vinninga.
Tré: Þorbjörn Óðinn Arnarsson með fimm (5) vinninga.

Þess ber sérstaklega að geta að Kári, Axel og Þorbjörn eru allir einnig að keppa í DartUng mótaröðinni. Það er því klárt mál að þeir eiga allir sem einn framtíðina fyrir sér haldi þeir áfram á þessari braut.

Norðan heiða mættu 41 einstaklingur til keppnis í Píluaðstöðu Þórs. Ekki fer sögum af því hvort tæknin hrellti þá jafnvel og sunnanmenn.

Úrslit þar voru eftirfarandi:

Gulldeild: Viðar Valdirmarsson með sex (6) vinninga og sigrar á leggjahlutfalli.
Silfurdeild: Steinþór Már Auðunsson betur þekktur sem Stubbur með sex (6) vinninga.
Brons: Ágúst Örn Vilbergsson með sex (6) vinninga og sigrar á leggjahlutfalli.
Kopar: Ágúst Aðalsteinsson með sex (6) vinninga.
Járn: Agnar Már Elíasson með sjö (7) vinninga.

ÍPS, ásamt Örnu Rut mótsstjóra, óskar sigurvegurum til hamingju með árangurinn. Sigurvegarar fá allir inneign hjá ÍPS. Uppfærða stöðu á inneignum má finna hér. Stjórn ÍPS hefur unnið hörðum höndum að því að fá inn nýjan styrktaraðila fyrir ÍPS deildina og verður hann ásamt nýju heiti á deildinni kynnt á næstu vikum.

Hér má síðan sjá myndir af sigurvegurum í lokaumferð ÍPS deildarinnar 2023:

Alexander Veigar Þorvaldsson
Viðar Valdimarsson
Guðjón Hauksson
Steinþór Már Auðunsson
Magnús Már Magnússon
Ágúst Örn Vilbergsson
Kamil Mocek
Ágúst Aðalsteinsson
Orri Freyr Hjaltalín
Agnar Már Elíasson
Hallgrímur Smári Skarphéðinsson
Guðni Þorsteinn Guðjónsson
Kári Vagn Birkisson
Axel James Wright
Þorbjörn Óðinn Arnarsson

Magnús Gunnlaugsson

Recent Posts

ÍPS auglýsir eftir þjálfara í unglingalandsliðin. (U18 – Drengir og stúlkur)

ÍPS auglýsir eftir þjálfara til að sinna unglingalandsliðum Íslands tímabilið 2025-2027. Mikill vöxtur hefur verið…

3 vikur ago

Úrvalsdeildin í pílukasti – Línur skýrast

Í gær fór fram síðasta kvöldið í Úrvalsdeildinni þar sem línur skýrðust tengt því hvaða…

3 vikur ago

Floridana deildin – 6. umferð – Úrslit

Sjötta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur sunnudaginn 24.…

3 vikur ago

Floridana deildin – 6. umferð – Beinar útsendingar

Hér má finna allar beinar útsendingar Live Darts Iceland frá Floridana deildinni í pílukasti. Leikir…

4 vikur ago

Floridana deildin – 6. umferð – Áætluð deildaskipting

Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 6. umferð Floridana deildarinnar árið 2024. Fyrirkomulag uppröðunnar er…

1 mánuður ago