Fréttir

Lukasz í Úrvalsdeildina!

UK6 Akranes, síðasta undankeppnin fyrir Úrvalsdeild Stöð 2 Sport 2023, fór fram laugardaginn 27. maí á Akranesi. 26 pílukastarar kepptu um eitt laus sæti í Úrvalsdeild Stöð 2 Sport sem fer fram í haust á Bullseye og að sjálfsögðu í þráðbeinni útsendingu.

Það var hann Lukasz Knapik (PFH) sem tryggði sér sæti í Úrvalsdeildinni í UK6, sjöttu og síðustu undankeppninni fyrir Úrvalsdeildina 2023 þetta vorið. Lukasz sigraði Valþór Atla (Þór) í úrslitaleik 5-0.

Lukasz er 28. pílukastarinn til að tryggja sér sæti í Úrvalsdeildinni þetta árið. 4 síðustu sætin verða valin af landsliðsþjálfurum Íslands í svokölluðu ÍPS vali (Wildcard) og tilkynnt á næstu dögum.

Siggi Tomm (til hægri) afhendir Lukasz sætið sitt í Úrvalsdeildinni
Helgi Pjetur

Recent Posts

Floridana deildin – Beinar útsendingar

Hér má finna allar útsendingar Live Darts Iceland frá 2. umferð Floridana deildarinnar í pílukasti…

2 vikur ago

Floridana deildin RVK – 2. umferð 2025 – Áætluð deildaskipting

Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 2. umferð Floridana deildarinnar RVK árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…

2 vikur ago

Floridana deildin NA – 2. umferð 2025 – Áætluð deildaskipting – Uppfært 23:25 – 7.feb.

Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 2. umferð Floridana deildarinnar NA árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…

2 vikur ago

Dartung – Breytingar á dagsetningum

Það kom ábending um að hafa ekki Dartung á sömu helgum og Floridana mótaröðin og…

3 vikur ago

ÍPS óskar eftir umsóknum í Barna- og unglingaráð

Það hefur verið mikil gróska í unglingastarfi hjá aðildarfélögum ÍPS og vöxtur undanfarinna ára er…

4 vikur ago