UK6 Akranes, síðasta undankeppnin fyrir Úrvalsdeild Stöð 2 Sport 2023, fór fram laugardaginn 27. maí á Akranesi. 26 pílukastarar kepptu um eitt laus sæti í Úrvalsdeild Stöð 2 Sport sem fer fram í haust á Bullseye og að sjálfsögðu í þráðbeinni útsendingu.
Það var hann Lukasz Knapik (PFH) sem tryggði sér sæti í Úrvalsdeildinni í UK6, sjöttu og síðustu undankeppninni fyrir Úrvalsdeildina 2023 þetta vorið. Lukasz sigraði Valþór Atla (Þór) í úrslitaleik 5-0.
Lukasz er 28. pílukastarinn til að tryggja sér sæti í Úrvalsdeildinni þetta árið. 4 síðustu sætin verða valin af landsliðsþjálfurum Íslands í svokölluðu ÍPS vali (Wildcard) og tilkynnt á næstu dögum.
Sunnudagur 18. janúar 2026 Gulldeild kvenna RVK 1. Sæti - Steinunn Dagný Ingvarsdóttir2. Sæti -…
Laugardagur 17. janúar 2026 Kristaldeild 1. umferð Floridana 1. Sæti - Alexander Veigar Þorvaldsson2. Sæti…
Vegna óviðráðanlegra aðstæðna mun útsending sunnudaginn 18. janúar á Bullseye ekki fara fram.Hægt verður að…
Búið er að raða í riðla fyrir 1. umferð Floridana sem verður haldin á Bullseye,…