Fréttir

Lukasz í Úrvalsdeildina!

UK6 Akranes, síðasta undankeppnin fyrir Úrvalsdeild Stöð 2 Sport 2023, fór fram laugardaginn 27. maí á Akranesi. 26 pílukastarar kepptu um eitt laus sæti í Úrvalsdeild Stöð 2 Sport sem fer fram í haust á Bullseye og að sjálfsögðu í þráðbeinni útsendingu.

Það var hann Lukasz Knapik (PFH) sem tryggði sér sæti í Úrvalsdeildinni í UK6, sjöttu og síðustu undankeppninni fyrir Úrvalsdeildina 2023 þetta vorið. Lukasz sigraði Valþór Atla (Þór) í úrslitaleik 5-0.

Lukasz er 28. pílukastarinn til að tryggja sér sæti í Úrvalsdeildinni þetta árið. 4 síðustu sætin verða valin af landsliðsþjálfurum Íslands í svokölluðu ÍPS vali (Wildcard) og tilkynnt á næstu dögum.

Siggi Tomm (til hægri) afhendir Lukasz sætið sitt í Úrvalsdeildinni
Helgi Pjetur

Recent Posts

Úrvalsdeildin í Pílukasti 2024

ÍPS kynnir með stolti Úrvalsdeildina í Pílukasti 2024 en náðst hefur samkomulagi við Stöð 2…

2 dagar ago

Skrifarar óskast á Nordic Cup 2024

Nú er rétt rúmur mánuður í að Norðurlandamót WDF verði haldið á Íslandi en mótið…

1 vika ago

Information for Iceland Open/Masters

Dear Participant We look forward to see you at the Icelandic Open/Masters tournament that will…

3 vikur ago