Categories: Lengjudeildin

Matthías Örn er Lengjudeildarmeistari 2019

Matthías Örn Friðriksson úr Pílufélagi Grindavíkur varð í gærkvöldi Lengjudeildarmeistari 2019 en spilað var í Smáralind. 4 efstu í Lengjudeildinni tryggðu sig inná úrslitakvöldið en spilað var um 300 þúsund króna verðlaunafé.

Spilaðir voru tveir undanúrslitaleikir, leikur um þriðja sætið og síðan úrslitaleikur. Vitor Charrua og Hallgrímur Egilsson, báðir frá Pílukastfélagi Reykjavíkur, mættust í fyrri undanúrslitaleiknum og byrjaði Hallgrímur af miklum krafti og komst í 3-0 áður en Vitor náði að komast á blað. Hallgrímur komst svo í 4-1 en þá vaknaði Vitor til lífsins og sigraði 5 leggi í röð og tryggði sig inn í úrslitaleikinn með 6-4 sigri en Vitor var sigurstranglegri fyrir leik skv veðbönkum. Vitor var með meðaltalið 70,8 en Hallgrímur 71,3.

Í seinni undanúrslitaleiknum mættust Matthías Örn Friðriksson og Alex Máni Pétursson en þeir eru báðir frá Pílufélagi Grindavíkur. Þar byrjaði Matthías betur og komst í 3-0. Alex náði að vinna tvo næstu leggi en Matthías tók næstu 3 og sigraði nokkuð örugglega 6-2. Matthías var með meðaltalið 71,5 en Alex 65,1.

Það voru því Alex Máni og Hallgrímur sem tókust á um 3ja sætið en í boði voru 50 þúsund krónur fyrir sigurvegarann en 25 þúsund fyrir 4ja sætið. Hvorugur spilaranna náði sér á strik í leiknum en Hallgrímur sigraði 6-4.

Vitor byrjaði betur í úrslitaleiknum og komst í 3-0 en Matthías setti þá í fluggírinn og vann 6 leggi í röð og tryggði sér þannig titilinn en yfir 10 þúsund manns fylgdust með kvöldinu sem var í beinni útsendingu á Facebook og YouTube síðu Live Darts Iceland.

ÍPS vill þakka styrktaraðilum deildarinnar kærlega fyrir en þeir eru Lengjan, www.kastid.is, VHE og Live Darts Iceland.

Matthías Örn er Lengjudeildarmeistarinn 2019
Vitor Charrua lenti í öðru sæti
ipsdart

Share
Published by
ipsdart

Recent Posts

Íslandsmót ungmenna U23-U18-U14 – Opið fyrir skráningu

Íslandsmót ungmenna 2025 verður haldið 24.maí á Bullseye, Snorrabraut Húsið opnar kl 10:00 og áætlað…

10 klukkustundir ago

Dartung 2 – Úrslit

Önnur umferðin í Dartung var haldið þann 3 maí í aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur. 40 börn…

2 dagar ago

Grand Prix 2025 – Opið fyrir skráningu

Búið er að opna fyrir skráningu á Grand Prix 2025 sem verður haldið 17. Maí…

3 dagar ago

Dartung 2 – 3. Maí 2025

Stjórn ÍPS vil vekja athygli að skráning á Dartung 2 er í fullum gangi núna.…

1 vika ago

Iceland Open/Iceland Masters 2025

Iceland open og Iceland Masters voru haldin núna um helgina, 26. og 27. apríl. 173…

1 vika ago

Iceland Open/Masters bolir til sölu – Iceland Open/Masters shirts for sale

Við viljum vekja athygli á því að það er Iceland Open/Masters bolir til sölu. Bolirnir…

2 vikur ago