Aðal

Matthías Örn og Brynja Herborg Íslandsmeistarar í pílukasti 2024

Fjölmennasta Íslandsmót frá upphafi var spilað á Bullseye Reykjavík í gær sunnudag en yfir 130 manns tóku þátt. Spennustigið var hátt því þótt Íslandsmeistaratitlar væru í boði var einnig keppt um sæti í Úrvalsdeildinni í pílukasti sem byrjar í haust í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Í karlaflokki var það Matthías Örn Friðriksson úr Pílufélagi Grindavíkur sem varð Íslandsmeistari en þetta var hans fjórði Íslandsmeistaratitill á síðustu 5 árum. Hann sigraði Alexander Veigar Þorvaldsson, einnig úr Pílufélagi Grindavíkur, 7-5 í úrslitaleiknum. Í 3-4 sæti lentu þeir Haraldur Birgisson úr Pílufélagi Kópavogs og Pétur Rúðrik Guðmundsson úr Pílufélagi Grindavíkur.

Í kvennaflokki var það Brynja Herborg úr Pílukastfélagi Reykjavíkur sem varð Íslandsmeistari en hún sigraði Kittu Einarsdóttur úr Pílufélagi Reykjanesbæjar 7-2 í úrslitaleiknum. Í 3-4 sæti lentu þau Sandra Dögg Guðlaugsdóttir úr Pílufélagi Grindavíkur og Árdís Sif Guðjónsdóttir einnig úr Pílufélagi Grindavíkur.

Hér má síðan sjá myndir af öllum sigurvegurum helgarinnar. Stjórn ÍPS óskar öllum sigurvegurum innilega til hamingju með árangurinn og þakkar kærlega öllum sem tóku þátt og aðstoðuðu á einn eða annan hátt.

Næst á dagskrá er Íslandsmót ungmenna um næstu helgi en skráning er í fullum gangi á dart.is

Matthías Örn (PG)
Brynja Herborg (PFR)
Brynja og Matthías
Haraldur, Matthías, Alexander og Pétur
Kitta, Brynja og Sandra Dögg
Alexander Veigar
Kitta
Sandra Dögg
Haraldur og Pétur
ipsdart

Recent Posts

WDF World Masters 2024

World Darts Federation (WDF) heldur 3 mót dagana 9-13 október næstkomandi í Búdapest, Ungverjalandi. Mótin…

9 klukkustundir ago

U18 á WDF Europe Cup Youth í Riga – Lettlandi

U18 landsliðhópurinn lagði land undir fót í morgun og eru nú stödd í Riga, Lettlandi,…

1 vika ago

Ísland með besta árangur á Norðurlandamóti WDF síðan 1994

Norðurlandamót WDF (WDF Nordic Cup 2024) fór fram á Bullseye Reykjavík dagana 23.-25. maí 2024.…

1 mánuður ago

Stúlkna- og drengjalandslið valin

Brynja Herborg, landsliðsþjálfari stúlkna U18, og Pétur Rúðrik Guðmundsson, landsliðsþjálfari drengja U18 hafa valið þá…

2 mánuðir ago