Categories: Fréttir

Meistaramót Uppkast.is 2022

Meistaramót Uppkast í samvinnu við Íslenska pílukastsambandið var haldið laugardaginn 26. febrúar og sýnt í streymi á uppkast.is. Mótið var útsláttarmót karla og kvenna þar sem fremstu pílukastarar landsins kepptu.

8 keppendur voru í karlaflokki og 4 í kvennaflokki. Í karlaflokki kepptu þeir Alexander Veigar Þorvaldsson, Björn Steinar Brynjólfsson, Hörður Þór Guðjónsson, Matthías Örn Friðriksson, Pétur Rúðrik Guðmundsson, Sigurður Tómasson, Vitor Charrua og Hallgrímur Egilsson. Í kvennaflokki kepptu þær Ingibjörg Magnúsdóttir, Isabelle Nordskog, Árdís Sif Guðjónsdóttir og Svanhvít Helga Hammer.

Mótið var æsispennandi og náðu þeir Matthías Örn og Sigurður Tómasson eitthundarð og áttatíu eða “One hundred and eighty”. 

Svanhvít Helga Hammer er Uppkast meistari kvenna 2022 en hún sigraði Árdísi Sif Guðjónsdóttur í úrslitaleiknum. Matthías Örn Friðriksson er Uppkast meistari karla 2022 en hann sigraði Pétur Rúðrik Guðmundsson en allir keppendur sem kepptu í úrslitum eru í Pílufélagi Grindavíkur.

Kynnir á mótinu var Arna Rut Gunnlaugsdóttir og lýsendur voru Björn Andri Ingólfsson og Ingibjörg Magnúsdóttir ásamt Matthíasi Erni Friðrikssyni og Birni Steinari Brynjólfssyni. 

Ljósmyndir: Uppkast ehf
Video: Uppkast ehf

Matthías Örn Friðriksson, sigurvegari Meistaramóts Uppkast.is 2022 í karlaflokki
Svanhvít Helga Hammer, sigurvegari Meistaramóts Uppkast.is 2022 í kvennaflokki
ipsdart

Recent Posts

Boð á Píluþing Íslenska Pílukastsambandsins 2026

Stjórn Íslenska Pílukastsambandsins boðar hér með til árlegs Píluþings, sem haldið verður Laugardaginn 10. janúar…

6 dagar ago

Úrvalsdeild kvöld 3 – 8 nóvember

Það er ekki hægt að segja að 3 kvöldið í úrvalsdeildinni hafi boðið upp á…

3 vikur ago

Stigameistarar 2025

Stigameistari 2025 Stigameistari karla með 107 stig söfnuð yfir árið er enginn annar en Alexander…

4 vikur ago

Floridana – 6. Umferð – Úrslit

Kristaldeild 6. umferð Floridana 1. Sæti - Alexander Veigar Þorvaldsson2. Sæti - Hörður Þór Guðjónsson3-4.…

4 vikur ago

Úrvalsdeild kvöld 2 – 1 nóvember

Það var svokallaður Reykjavíkurslagur í úrslitaleiknum á kvöldi 2 í Úrvalsdeildinni sem var haldin í…

4 vikur ago

Floridana 6. umferð – Útsendingar

Hægt er að fylgjast með útsendingum Lokaumferð Floridana deildarinnar á streymi Live Darts Iceland Reykjavíkurdeildin:…

4 vikur ago