Categories: Meistari Meistaranna

Meistari Meistaranna 2019 – Úrslit

Undankeppni Meistari Meistaranna 2019 var haldinn í aðstöðu Pílufélags Reykjanesbæjar laugardaginn 23. mars 2019 en úrslitaleikir mótsins verða spilaðir í beinni útsendingu í sjónvarpssal RÚV þann 5. apríl.

32 spilarar í karlaflokki og 8 í kvennaflokki voru valdir af þeim pílufélögum sem eiga aðild að Íslenska Pílukastsambandinu (ÍPS) og sendu Pílukastfélag Reykjavíkur (PFR), Pílufélag Reykjanesbæjar (PR) og Pílufélag Grindavíkur (PG) 10 spilara hver í karlaflokki og Pílufélag Akureyrar (PA) sendu 2. Í kvennaflokki sendu PFR 5 og PR 3 spilara.

Það voru þeir Matthías Örn Friðriksson (PG) og Þorgeir Guðmundsson (PFR) sem tryggðu sig inn í úrslitaleikinn í karlaflokki og María Jóhannesdóttir (PFR) og Petrea Friðriksdóttir (PFR) sem spila til úrslita í kvennaflokki.

Hægt er að sjá öll úrslit gærdagsins hér:
https://tv.dartconnect.com/matchlist/idameistari19

Við þökkum Pílufélagi Reykjanesbæjar kærlega fyrir vel heppnað mót og minnum á úrslitin en nánari upplýsingar um þau verða auglýst síðar.

ipsdart

Share
Published by
ipsdart

Recent Posts

WDF World Masters 2024

World Darts Federation (WDF) heldur 3 mót dagana 9-13 október næstkomandi í Búdapest, Ungverjalandi. Mótin…

11 klukkustundir ago

U18 á WDF Europe Cup Youth í Riga – Lettlandi

U18 landsliðhópurinn lagði land undir fót í morgun og eru nú stödd í Riga, Lettlandi,…

1 vika ago

Ísland með besta árangur á Norðurlandamóti WDF síðan 1994

Norðurlandamót WDF (WDF Nordic Cup 2024) fór fram á Bullseye Reykjavík dagana 23.-25. maí 2024.…

1 mánuður ago

Stúlkna- og drengjalandslið valin

Brynja Herborg, landsliðsþjálfari stúlkna U18, og Pétur Rúðrik Guðmundsson, landsliðsþjálfari drengja U18 hafa valið þá…

2 mánuðir ago