Categories: Meistari Meistaranna

Meistari Meistaranna 2019 – Úrslit

Undankeppni Meistari Meistaranna 2019 var haldinn í aðstöðu Pílufélags Reykjanesbæjar laugardaginn 23. mars 2019 en úrslitaleikir mótsins verða spilaðir í beinni útsendingu í sjónvarpssal RÚV þann 5. apríl.

32 spilarar í karlaflokki og 8 í kvennaflokki voru valdir af þeim pílufélögum sem eiga aðild að Íslenska Pílukastsambandinu (ÍPS) og sendu Pílukastfélag Reykjavíkur (PFR), Pílufélag Reykjanesbæjar (PR) og Pílufélag Grindavíkur (PG) 10 spilara hver í karlaflokki og Pílufélag Akureyrar (PA) sendu 2. Í kvennaflokki sendu PFR 5 og PR 3 spilara.

Það voru þeir Matthías Örn Friðriksson (PG) og Þorgeir Guðmundsson (PFR) sem tryggðu sig inn í úrslitaleikinn í karlaflokki og María Jóhannesdóttir (PFR) og Petrea Friðriksdóttir (PFR) sem spila til úrslita í kvennaflokki.

Hægt er að sjá öll úrslit gærdagsins hér:
https://tv.dartconnect.com/matchlist/idameistari19

Við þökkum Pílufélagi Reykjanesbæjar kærlega fyrir vel heppnað mót og minnum á úrslitin en nánari upplýsingar um þau verða auglýst síðar.

ipsdart

Share
Published by
ipsdart

Recent Posts

Boð á Píluþing Íslenska Pílukastsambandsins 2026

Stjórn Íslenska Pílukastsambandsins boðar hér með til árlegs Píluþings, sem haldið verður Laugardaginn 10. janúar…

6 dagar ago

Úrvalsdeild kvöld 3 – 8 nóvember

Það er ekki hægt að segja að 3 kvöldið í úrvalsdeildinni hafi boðið upp á…

3 vikur ago

Stigameistarar 2025

Stigameistari 2025 Stigameistari karla með 107 stig söfnuð yfir árið er enginn annar en Alexander…

4 vikur ago

Floridana – 6. Umferð – Úrslit

Kristaldeild 6. umferð Floridana 1. Sæti - Alexander Veigar Þorvaldsson2. Sæti - Hörður Þór Guðjónsson3-4.…

4 vikur ago

Úrvalsdeild kvöld 2 – 1 nóvember

Það var svokallaður Reykjavíkurslagur í úrslitaleiknum á kvöldi 2 í Úrvalsdeildinni sem var haldin í…

4 vikur ago

Floridana 6. umferð – Útsendingar

Hægt er að fylgjast með útsendingum Lokaumferð Floridana deildarinnar á streymi Live Darts Iceland Reykjavíkurdeildin:…

4 vikur ago