Undankeppni Meistari Meistaranna 2019 var haldinn í aðstöðu Pílufélags Reykjanesbæjar laugardaginn 23. mars 2019 en úrslitaleikir mótsins verða spilaðir í beinni útsendingu í sjónvarpssal RÚV þann 5. apríl.
32 spilarar í karlaflokki og 8 í kvennaflokki voru valdir af þeim pílufélögum sem eiga aðild að Íslenska Pílukastsambandinu (ÍPS) og sendu Pílukastfélag Reykjavíkur (PFR), Pílufélag Reykjanesbæjar (PR) og Pílufélag Grindavíkur (PG) 10 spilara hver í karlaflokki og Pílufélag Akureyrar (PA) sendu 2. Í kvennaflokki sendu PFR 5 og PR 3 spilara.
Það voru þeir Matthías Örn Friðriksson (PG) og Þorgeir Guðmundsson (PFR) sem tryggðu sig inn í úrslitaleikinn í karlaflokki og María Jóhannesdóttir (PFR) og Petrea Friðriksdóttir (PFR) sem spila til úrslita í kvennaflokki.
Hægt er að sjá öll úrslit gærdagsins hér:
https://tv.dartconnect.com/matchlist/idameistari19
Við þökkum Pílufélagi Reykjanesbæjar kærlega fyrir vel heppnað mót og minnum á úrslitin en nánari upplýsingar um þau verða auglýst síðar.
Stjórn Íslenska Pílukastsambandsins boðar hér með til árlegs Píluþings, sem haldið verður Laugardaginn 10. janúar…
Það er ekki hægt að segja að 3 kvöldið í úrvalsdeildinni hafi boðið upp á…
Stigameistari 2025 Stigameistari karla með 107 stig söfnuð yfir árið er enginn annar en Alexander…
Kristaldeild 6. umferð Floridana 1. Sæti - Alexander Veigar Þorvaldsson2. Sæti - Hörður Þór Guðjónsson3-4.…
Það var svokallaður Reykjavíkurslagur í úrslitaleiknum á kvöldi 2 í Úrvalsdeildinni sem var haldin í…
Hægt er að fylgjast með útsendingum Lokaumferð Floridana deildarinnar á streymi Live Darts Iceland Reykjavíkurdeildin:…