Undankeppni Meistari Meistaranna mun fara fram laugardaginn 23. mars 2019 hjá Pílufélagi Reykjanesbæjar og úrslitaleikir karla og kvenna fara fram föstudagskvöldið 5 apríl í BEINNI ÚTSENDINGU kl. 21:00 í sjónvarpssal RÚV.
Fyrirkomulag keppninnar
Hjá körlum skiptast keppendur niður í átta 4 manna riðla í 501 og komast 2 efstu spilararnir í hverjum riðli áfram í 16 manna beinan útslátt. Hjá körlum er spilað best af 7 í riðlakeppni, best af 11 í útslætti alla leið.
Hjá konum verður einn 5 konu riðill og einn 4 konu riðill og 4 efstu í hvorum riðli fara í útslátt. Spilað er best af 5 í riðlakeppni og best af 7 í útslætti alla leið.
Efstu 2 karlmönnum hvers félags á stigalista ÍPS verður raðað. Aðrir leikmenn verða dregnir blint inn í riðla.
Keppnin hefst kl 13.00 þann 23. mars 2019.
Keppnin verður tvískipt. Laugardaginn 23. mars fer riðlakeppnin fram í húsnæði Pílufélags Reykjanesbæjar að Ásbrú og hefst keppnin kl. 13. Föstudaginn 5. apríl verða úrslitaleikir karla og kvenna í beinni útsendingu í sjónvarpssal RÚV að Efstaleiti og hefst keppnin kl. 21:00
Salurinn tekur um 100 manns í sæti og viljum við fá sem flesta til að mæta á staðinn og skapa þannig frábæra stemmningu eins og tíðkast á sambærilega keppnum erlendis.
Lokafrestur fyrir aðildarfélög ÍPS til að senda þátttakendalista síns félags er til miðnættis 20. mars. Útdráttur í riðla fer fram 21. mars.
Eftirfarandi aðildarfélög ÍPS hafa rétt á að senda keppendur:
PFR – Pílukastfélag Reykjavíkur – 8 karlar, 4 konur
PR – Pílufélag Reykjanesbæjar – 8 karlar, 2 konur
PG – Pílufélag Grindavíkur – 8 karlar
Þór Akureyri – 8 karlar, 2 konur
Siglufjörður – 1 kona
Stjórn ÍPS vil vekja athygli að skráning á Dartung 2 er í fullum gangi núna.…
Iceland open og Iceland Masters voru haldin núna um helgina, 26. og 27. apríl. 173…
Við viljum vekja athygli á því að það er Iceland Open/Masters bolir til sölu. Bolirnir…
The Round Robins are here... Below you can see schedules and round robins for both…
Finally the day has arrived and we are proud to present the schedule for the…
Í langan tíma hefur verið rökræður meðal keppenda um fatareglur á mótum og reglur óskýrar,…