Undankeppni Meistari Meistaranna mun fara fram laugardaginn 23. mars 2019 hjá Pílufélagi Reykjanesbæjar og úrslitaleikir karla og kvenna fara fram föstudagskvöldið 5 apríl í BEINNI ÚTSENDINGU kl. 21:00 í sjónvarpssal RÚV.
Fyrirkomulag keppninnar
Hjá körlum skiptast keppendur niður í átta 4 manna riðla í 501 og komast 2 efstu spilararnir í hverjum riðli áfram í 16 manna beinan útslátt. Hjá körlum er spilað best af 7 í riðlakeppni, best af 11 í útslætti alla leið.
Hjá konum verður einn 5 konu riðill og einn 4 konu riðill og 4 efstu í hvorum riðli fara í útslátt. Spilað er best af 5 í riðlakeppni og best af 7 í útslætti alla leið.
Efstu 2 karlmönnum hvers félags á stigalista ÍPS verður raðað. Aðrir leikmenn verða dregnir blint inn í riðla.
Keppnin hefst kl 13.00 þann 23. mars 2019.
Keppnin verður tvískipt. Laugardaginn 23. mars fer riðlakeppnin fram í húsnæði Pílufélags Reykjanesbæjar að Ásbrú og hefst keppnin kl. 13. Föstudaginn 5. apríl verða úrslitaleikir karla og kvenna í beinni útsendingu í sjónvarpssal RÚV að Efstaleiti og hefst keppnin kl. 21:00
Salurinn tekur um 100 manns í sæti og viljum við fá sem flesta til að mæta á staðinn og skapa þannig frábæra stemmningu eins og tíðkast á sambærilega keppnum erlendis.
Lokafrestur fyrir aðildarfélög ÍPS til að senda þátttakendalista síns félags er til miðnættis 20. mars. Útdráttur í riðla fer fram 21. mars.
Eftirfarandi aðildarfélög ÍPS hafa rétt á að senda keppendur:
PFR – Pílukastfélag Reykjavíkur – 8 karlar, 4 konur
PR – Pílufélag Reykjanesbæjar – 8 karlar, 2 konur
PG – Pílufélag Grindavíkur – 8 karlar
Þór Akureyri – 8 karlar, 2 konur
Siglufjörður – 1 kona
Fyrsta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur sunnudaginn 4.…
Íslandsmót unglinga verður haldið sunnudaginn 25. maí næstkomandi. Það var ráðgert að hafa íslandsmótið unglinga…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 1. umferð Floridana deildarinnar NA árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…
Búið er að velja landsliðsúrtakshóp sem mun keppast um að komast í landslið karla og…