Categories: Meistari Meistaranna

Meistari Meistaranna 2019

Undankeppni Meistari Meistaranna mun fara fram laugardaginn 23. mars 2019 hjá Pílufélagi Reykjanesbæjar og úrslitaleikir karla og kvenna fara fram föstudagskvöldið 5 apríl í BEINNI ÚTSENDINGU kl. 21:00 í sjónvarpssal RÚV.

Fyrirkomulag keppninnar

Hjá körlum skiptast keppendur niður í átta 4 manna riðla í 501 og komast 2 efstu spilararnir í hverjum riðli áfram í 16 manna beinan útslátt. Hjá körlum er spilað best af 7 í riðlakeppni, best af 11 í útslætti alla leið.

Hjá konum verður einn 5 konu riðill og einn 4 konu riðill og 4 efstu í hvorum riðli fara í útslátt. Spilað er best af 5 í riðlakeppni og best af 7 í útslætti alla leið.

Efstu 2 karlmönnum hvers félags á stigalista ÍPS verður raðað. Aðrir leikmenn verða dregnir blint inn í riðla.

Keppnin hefst kl 13.00 þann 23. mars 2019.

Keppnin verður tvískipt. Laugardaginn 23. mars fer riðlakeppnin fram í húsnæði Pílufélags Reykjanesbæjar að Ásbrú og hefst keppnin kl. 13. Föstudaginn 5. apríl verða úrslitaleikir karla og kvenna í beinni útsendingu í sjónvarpssal RÚV að Efstaleiti og hefst keppnin kl. 21:00

Salurinn tekur um 100 manns í sæti og viljum við fá sem flesta til að mæta á staðinn og skapa þannig frábæra stemmningu eins og tíðkast á sambærilega keppnum erlendis.

Lokafrestur fyrir aðildarfélög ÍPS til að senda þátttakendalista síns félags er til miðnættis 20. mars. Útdráttur í riðla fer fram 21. mars.

Eftirfarandi aðildarfélög ÍPS hafa rétt á að senda keppendur:

PFR – Pílukastfélag Reykjavíkur – 8 karlar, 4 konur
PR – Pílufélag Reykjanesbæjar – 8 karlar, 2 konur
PG – Pílufélag Grindavíkur – 8 karlar
Þór Akureyri – 8 karlar, 2 konur
Siglufjörður – 1 kona

ipsdart

Share
Published by
ipsdart

Recent Posts

WDF World Masters 2024

World Darts Federation (WDF) heldur 3 mót dagana 9-13 október næstkomandi í Búdapest, Ungverjalandi. Mótin…

14 klukkustundir ago

U18 á WDF Europe Cup Youth í Riga – Lettlandi

U18 landsliðhópurinn lagði land undir fót í morgun og eru nú stödd í Riga, Lettlandi,…

1 vika ago

Ísland með besta árangur á Norðurlandamóti WDF síðan 1994

Norðurlandamót WDF (WDF Nordic Cup 2024) fór fram á Bullseye Reykjavík dagana 23.-25. maí 2024.…

1 mánuður ago

Stúlkna- og drengjalandslið valin

Brynja Herborg, landsliðsþjálfari stúlkna U18, og Pétur Rúðrik Guðmundsson, landsliðsþjálfari drengja U18 hafa valið þá…

2 mánuðir ago