Categories: Meistari Meistaranna

Meistari Meistaranna 2019

Undankeppni Meistari Meistaranna mun fara fram laugardaginn 23. mars 2019 hjá Pílufélagi Reykjanesbæjar og úrslitaleikir karla og kvenna fara fram föstudagskvöldið 5 apríl í BEINNI ÚTSENDINGU kl. 21:00 í sjónvarpssal RÚV.

Fyrirkomulag keppninnar

Hjá körlum skiptast keppendur niður í átta 4 manna riðla í 501 og komast 2 efstu spilararnir í hverjum riðli áfram í 16 manna beinan útslátt. Hjá körlum er spilað best af 7 í riðlakeppni, best af 11 í útslætti alla leið.

Hjá konum verður einn 5 konu riðill og einn 4 konu riðill og 4 efstu í hvorum riðli fara í útslátt. Spilað er best af 5 í riðlakeppni og best af 7 í útslætti alla leið.

Efstu 2 karlmönnum hvers félags á stigalista ÍPS verður raðað. Aðrir leikmenn verða dregnir blint inn í riðla.

Keppnin hefst kl 13.00 þann 23. mars 2019.

Keppnin verður tvískipt. Laugardaginn 23. mars fer riðlakeppnin fram í húsnæði Pílufélags Reykjanesbæjar að Ásbrú og hefst keppnin kl. 13. Föstudaginn 5. apríl verða úrslitaleikir karla og kvenna í beinni útsendingu í sjónvarpssal RÚV að Efstaleiti og hefst keppnin kl. 21:00

Salurinn tekur um 100 manns í sæti og viljum við fá sem flesta til að mæta á staðinn og skapa þannig frábæra stemmningu eins og tíðkast á sambærilega keppnum erlendis.

Lokafrestur fyrir aðildarfélög ÍPS til að senda þátttakendalista síns félags er til miðnættis 20. mars. Útdráttur í riðla fer fram 21. mars.

Eftirfarandi aðildarfélög ÍPS hafa rétt á að senda keppendur:

PFR – Pílukastfélag Reykjavíkur – 8 karlar, 4 konur
PR – Pílufélag Reykjanesbæjar – 8 karlar, 2 konur
PG – Pílufélag Grindavíkur – 8 karlar
Þór Akureyri – 8 karlar, 2 konur
Siglufjörður – 1 kona

ipsdart

Share
Published by
ipsdart

Recent Posts

Dartung 2 – 3. Maí 2025

Stjórn ÍPS vil vekja athygli að skráning á Dartung 2 er í fullum gangi núna.…

4 dagar ago

Iceland Open/Iceland Masters 2025

Iceland open og Iceland Masters voru haldin núna um helgina, 26. og 27. apríl. 173…

6 dagar ago

Iceland Open/Masters bolir til sölu – Iceland Open/Masters shirts for sale

Við viljum vekja athygli á því að það er Iceland Open/Masters bolir til sölu. Bolirnir…

6 dagar ago

Iceland Masters 2025 – Sunday 27th of april

The Round Robins are here... Below you can see schedules and round robins for both…

7 dagar ago

Iceland Open 2025 – Saturday 26th of april

Finally the day has arrived and we are proud to present the schedule for the…

1 vika ago

Fatareglur í ÍPS mótum/Players attire in ÍPS tournaments

Í langan tíma hefur verið rökræður meðal keppenda um fatareglur á mótum og reglur óskýrar,…

1 vika ago