Meistari Meistaranna 2020

Meistari Meistaranna, mót sem ÍPS setti á laggirnar í samvinnu við Meistaradaga RÚV, er að verða eitt stærsta pílumót á Íslandi þar sem úrslitaleikir í karla- og kvennaflokki eru sýndir í beinni útsendingu hjá RÚV.

Undanfarin ár hefur verið haldið ein undankeppni þar sem öll pílufélög innan ÍPS hafa sent sína bestu spilara á og hafa félögin haft frjálsar reglur um hverja þau senda. Meistari Meistaranna 2020 mun verða með breyttu sniði en tilgangur með þessum breytingum er að gefa fleiri spilurum möguleika á að taka þátt í mótinu og gera mótið enn stærra en það er í dag.

Fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði frá sept 2019 – apríl 2020 verður Undankeppni Meistari Meistaranna spiluð samtímis hjá öllum aðildafélögum ÍPS; Pílukastfélagi Reykjavíkur, Pílufélagi Reykjanesbæjar, Pílufélagi Grindavíkur og Píludeild Þórs á Akureyri. Leikmenn safna sér stigum á þessum mótum og verður sá stigalisti notaður til að ákvarða hverjir fara í Meistari Meistaranna fyrir hönd hvers félags. Ekki er búið að taka ákvörðun hve margir frá hverju félagi fá keppnisrétt í Meistari Meistaranna en það verður gefið út seinna.

Verklagsreglur mótsins má sjá hér fyrir neðan:

ipsdart

Recent Posts

Boð á Píluþing Íslenska Pílukastsambandsins 2026

Stjórn Íslenska Pílukastsambandsins boðar hér með til árlegs Píluþings, sem haldið verður Laugardaginn 10. janúar…

6 dagar ago

Úrvalsdeild kvöld 3 – 8 nóvember

Það er ekki hægt að segja að 3 kvöldið í úrvalsdeildinni hafi boðið upp á…

3 vikur ago

Stigameistarar 2025

Stigameistari 2025 Stigameistari karla með 107 stig söfnuð yfir árið er enginn annar en Alexander…

4 vikur ago

Floridana – 6. Umferð – Úrslit

Kristaldeild 6. umferð Floridana 1. Sæti - Alexander Veigar Þorvaldsson2. Sæti - Hörður Þór Guðjónsson3-4.…

4 vikur ago

Úrvalsdeild kvöld 2 – 1 nóvember

Það var svokallaður Reykjavíkurslagur í úrslitaleiknum á kvöldi 2 í Úrvalsdeildinni sem var haldin í…

4 vikur ago

Floridana 6. umferð – Útsendingar

Hægt er að fylgjast með útsendingum Lokaumferð Floridana deildarinnar á streymi Live Darts Iceland Reykjavíkurdeildin:…

4 vikur ago