Meistari Meistaranna, mót sem ÍPS setti á laggirnar í samvinnu við Meistaradaga RÚV, er að verða eitt stærsta pílumót á Íslandi þar sem úrslitaleikir í karla- og kvennaflokki eru sýndir í beinni útsendingu hjá RÚV.
Undanfarin ár hefur verið haldið ein undankeppni þar sem öll pílufélög innan ÍPS hafa sent sína bestu spilara á og hafa félögin haft frjálsar reglur um hverja þau senda. Meistari Meistaranna 2020 mun verða með breyttu sniði en tilgangur með þessum breytingum er að gefa fleiri spilurum möguleika á að taka þátt í mótinu og gera mótið enn stærra en það er í dag.
Fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði frá sept 2019 – apríl 2020 verður Undankeppni Meistari Meistaranna spiluð samtímis hjá öllum aðildafélögum ÍPS; Pílukastfélagi Reykjavíkur, Pílufélagi Reykjanesbæjar, Pílufélagi Grindavíkur og Píludeild Þórs á Akureyri. Leikmenn safna sér stigum á þessum mótum og verður sá stigalisti notaður til að ákvarða hverjir fara í Meistari Meistaranna fyrir hönd hvers félags. Ekki er búið að taka ákvörðun hve margir frá hverju félagi fá keppnisrétt í Meistari Meistaranna en það verður gefið út seinna.
Verklagsreglur mótsins má sjá hér fyrir neðan:
Hér má finna allar útsendingar Live Darts Iceland frá 2. umferð Floridana deildarinnar í pílukasti…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 2. umferð Floridana deildarinnar RVK árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 2. umferð Floridana deildarinnar NA árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…
Það kom ábending um að hafa ekki Dartung á sömu helgum og Floridana mótaröðin og…
Það hefur verið mikil gróska í unglingastarfi hjá aðildarfélögum ÍPS og vöxtur undanfarinna ára er…