Categories: Landslið

Norðurlandamót 2022

Sænska pílukastsambandið hefur staðfest dagsetningar Nordic Cup 2022. Mótið verður haldið dagana 26.- 29. maí í Malmö Scandia Triangeln, Svíðþjóð. Ísland mun að sjálfsögðu taka þátt og verður Stigalisti ÍPS notaður við val á þeim 8 körlum og 4 konum sem taka þátt fyrir Íslands hönd.

Þann 31. mars 2022 verður landslið Íslands valið og verða efstu 8 karlar og efstu 4 konur stigalistans valin. Um valið gilda eftirfarandi reglur:

-Þann 31. mars 2022 verður horft á 12 seinustu Stigamót sem haldin hafa verið og gilda 8 bestu mót viðkomandi til stiga ásamt Íslandsmóti 501 2021.

-4 efstu karlar Stigalistans munu mynda A-lið Íslands og næstu 4 mynda B-lið.

-Allir keppendur sem valdir eru þurfa að staðfesta að þeir muni taka þátt í verkefninu fyrir 4. apríl 2022.

-Ef einhver gefur ekki kost á sér í verkefnið mun stjórn ÍPS fara neðar á stigalistann þangað til að 8 staðfestum leikmönnum í karlaflokki og 4 staðfestum leikmönnum í kvennaflokki hefur verið náð.

Stjórn ÍPS vinnur nú að dagatali fyrir árið 2022 og þar eru tvær stigamótshelgar áætlaðar fyrir lok mars en dagatalið verður gefið út á í heild sinni á næstunni.

ipsdart

Recent Posts

Floridana – 1. Umferð – Úrslit Sunnudagsins

Sunnudagur 18. janúar 2026 Gulldeild kvenna RVK 1. Sæti - Steinunn Dagný Ingvarsdóttir2. Sæti -…

1 vika ago

Floridana – 1. Umferð – Úrslit Laugardagsins

Laugardagur 17. janúar 2026 Kristaldeild 1. umferð Floridana 1. Sæti - Alexander Veigar Þorvaldsson2. Sæti…

2 vikur ago

Floridana 1. umferð 2026 – Útsending

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna mun útsending sunnudaginn 18. janúar á Bullseye ekki fara fram.Hægt verður að…

2 vikur ago

Floridana 1. umferð – Dagskrá

Búið er að raða í riðla fyrir 1. umferð Floridana sem verður haldin á Bullseye,…

2 vikur ago