Sænska pílukastsambandið hefur staðfest dagsetningar Nordic Cup 2022. Mótið verður haldið dagana 26.- 29. maí í Malmö Scandia Triangeln, Svíðþjóð. Ísland mun að sjálfsögðu taka þátt og verður Stigalisti ÍPS notaður við val á þeim 8 körlum og 4 konum sem taka þátt fyrir Íslands hönd.
Þann 31. mars 2022 verður landslið Íslands valið og verða efstu 8 karlar og efstu 4 konur stigalistans valin. Um valið gilda eftirfarandi reglur:
-Þann 31. mars 2022 verður horft á 12 seinustu Stigamót sem haldin hafa verið og gilda 8 bestu mót viðkomandi til stiga ásamt Íslandsmóti 501 2021.
-4 efstu karlar Stigalistans munu mynda A-lið Íslands og næstu 4 mynda B-lið.
-Allir keppendur sem valdir eru þurfa að staðfesta að þeir muni taka þátt í verkefninu fyrir 4. apríl 2022.
-Ef einhver gefur ekki kost á sér í verkefnið mun stjórn ÍPS fara neðar á stigalistann þangað til að 8 staðfestum leikmönnum í karlaflokki og 4 staðfestum leikmönnum í kvennaflokki hefur verið náð.
Stjórn ÍPS vinnur nú að dagatali fyrir árið 2022 og þar eru tvær stigamótshelgar áætlaðar fyrir lok mars en dagatalið verður gefið út á í heild sinni á næstunni.
Fyrsta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur sunnudaginn 4.…
Íslandsmót unglinga verður haldið sunnudaginn 25. maí næstkomandi. Það var ráðgert að hafa íslandsmótið unglinga…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 1. umferð Floridana deildarinnar NA árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…
Búið er að velja landsliðsúrtakshóp sem mun keppast um að komast í landslið karla og…