Fyrsta umferð NOVIS deildarinnar var spiluð sunnudaginn 23. janúar síðastliðinn og má segja að deildin sé einn stærsti píluviðburður sem haldinn hefur verið á Íslandi en um 140 manns skráðu sig til leiks. Alls voru 11 karladeildir og 2 kvennadeildir spilaðar í Reykjavík og 3 deildir á Akureyri. Sigurvegarar deildanna voru þau sem sigruðu flesta leiki og eru þau:
Deild | Nafn | Aðildarfélag |
1 – Gulldeild | Matthías Örn Friðriksson | Pílufélag Grindavíkur |
2 – Silfurdeild | Sigurður Aðalsteinsson | Pílukastfélag Reykjavíkur |
3 – Bronsdeild | Lukasz Knapik | Pílukastfélag Hafnarfjarðar |
4 – Kopardeild | Siggi Tomm | Pílufélag Akraness |
5 – Járndeild | Jakob Októsson | Pílukastfélag Hafnarfjarðar |
6 – Blýdeild | Helgi Þór Guðmundsson | Pílufélag Grindavíkur |
7 – Áldeild | Atli Kolbeinn Atlason | Pílufélag Grindavíkur |
8 – Sinkdeild | Barði Halldórsson | Pílukastfélag Kópavogs |
9 – Stáldeild | Sigurður Hafsteinn Guðfinnsson | Pílufélag Akraness |
10 – Trédeild | Björn Andri Ingólfsson | Pílukastfélag Hafnarfjarðar |
11 – Plastdeild | Guðni Þorsteinn Guðjónsson | Pílukastfélag Hafnarfjarðar |
1 – Gulldeild Norðaustur | Viðar Valdimarsson | Píludeild Þórs |
2 – Silfurdeild Norðaustur | Markús Darri Jónasson | Píludeild Þórs |
3 – Bronsdeild Norðaustur | Dilyan Kolev | Píluklúbbur Austurlands |
1 – Gulldeild kvenna | Ingibjörg Magnúsdóttir | Pílukastfélag Hafnarfjarðar |
2 – Silfurdeild kvenna | Svanhvít Helga Hammer | Pílufélag Grindavíkur |
Hægt er að nálgast lokastöðu 1. umferðar í öllum deildum HÉR
Við óskum sigurvegurum til hamingju með árangurinn og öllum sem tóku þátt eða aðstoðuðu á einn eða annan hátt. Næsta umferð verður spiluð 13. mars næstkomandi. Heildarskor keppanda er hægt að sjá hér á síðunni undir Mót ÍPS-NOVIS deildin-Heildarskor 1.umf.
Því miður náðist ekki að taka myndir af öllum sigurvegurum en hér má sjá þær myndir sem teknar voru. Ef einhver tók myndir af sigurvegurum sem ekki eru hér fyrir neðan má senda þær á dart@dart.is
ÍPS auglýsir eftir þjálfara til að sinna unglingalandsliðum Íslands tímabilið 2025-2027. Mikill vöxtur hefur verið…
Í gær fór fram síðasta kvöldið í Úrvalsdeildinni þar sem línur skýrðust tengt því hvaða…
Sjötta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur sunnudaginn 24.…
Hér má finna allar beinar útsendingar Live Darts Iceland frá Floridana deildinni í pílukasti. Leikir…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 6. umferð Floridana deildarinnar árið 2024. Fyrirkomulag uppröðunnar er…