Categories: Fréttir

NOVIS Deildin 1. umferð – Úrslit

Fyrsta umferð NOVIS deildarinnar var spiluð sunnudaginn 23. janúar síðastliðinn og má segja að deildin sé einn stærsti píluviðburður sem haldinn hefur verið á Íslandi en um 140 manns skráðu sig til leiks. Alls voru 11 karladeildir og 2 kvennadeildir spilaðar í Reykjavík og 3 deildir á Akureyri. Sigurvegarar deildanna voru þau sem sigruðu flesta leiki og eru þau:

DeildNafnAðildarfélag
1 – GulldeildMatthías Örn FriðrikssonPílufélag Grindavíkur
2 – SilfurdeildSigurður AðalsteinssonPílukastfélag Reykjavíkur
3 – BronsdeildLukasz KnapikPílukastfélag Hafnarfjarðar
4 – KopardeildSiggi TommPílufélag Akraness
5 – JárndeildJakob OktóssonPílukastfélag Hafnarfjarðar
6 – BlýdeildHelgi Þór GuðmundssonPílufélag Grindavíkur
7 – ÁldeildAtli Kolbeinn AtlasonPílufélag Grindavíkur
8 – SinkdeildBarði HalldórssonPílukastfélag Kópavogs
9 – StáldeildSigurður Hafsteinn GuðfinnssonPílufélag Akraness
10 – TrédeildBjörn Andri IngólfssonPílukastfélag Hafnarfjarðar
11 – PlastdeildGuðni Þorsteinn GuðjónssonPílukastfélag Hafnarfjarðar
1 – Gulldeild NorðausturViðar ValdimarssonPíludeild Þórs
2 – Silfurdeild NorðausturMarkús Darri JónassonPíludeild Þórs
3 – Bronsdeild NorðausturDilyan KolevPíluklúbbur Austurlands
1 – Gulldeild kvennaIngibjörg MagnúsdóttirPílukastfélag Hafnarfjarðar
2 – Silfurdeild kvennaSvanhvít Helga HammerPílufélag Grindavíkur

Hægt er að nálgast lokastöðu 1. umferðar í öllum deildum HÉR

Við óskum sigurvegurum til hamingju með árangurinn og öllum sem tóku þátt eða aðstoðuðu á einn eða annan hátt. Næsta umferð verður spiluð 13. mars næstkomandi. Heildarskor keppanda er hægt að sjá hér á síðunni undir Mót ÍPS-NOVIS deildin-Heildarskor 1.umf.

Því miður náðist ekki að taka myndir af öllum sigurvegurum en hér má sjá þær myndir sem teknar voru. Ef einhver tók myndir af sigurvegurum sem ekki eru hér fyrir neðan má senda þær á dart@dart.is

ipsdart

Recent Posts

Floridana deildin – Beinar útsendingar

Hér má finna allar útsendingar Live Darts Iceland frá 2. umferð Floridana deildarinnar í pílukasti…

2 vikur ago

Floridana deildin RVK – 2. umferð 2025 – Áætluð deildaskipting

Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 2. umferð Floridana deildarinnar RVK árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…

2 vikur ago

Floridana deildin NA – 2. umferð 2025 – Áætluð deildaskipting – Uppfært 23:25 – 7.feb.

Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 2. umferð Floridana deildarinnar NA árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…

2 vikur ago

Dartung – Breytingar á dagsetningum

Það kom ábending um að hafa ekki Dartung á sömu helgum og Floridana mótaröðin og…

3 vikur ago

ÍPS óskar eftir umsóknum í Barna- og unglingaráð

Það hefur verið mikil gróska í unglingastarfi hjá aðildarfélögum ÍPS og vöxtur undanfarinna ára er…

4 vikur ago