Fréttir

3. umferð NOVIS – Úrslit

Það var heldur betur stór píluhelgi hjá ÍPS um liðna helgi en þá fóru fram 3. umferð NOVIS deildarinnar og 2. umferð DARTUNG unglingamótaraðar ÍPS. Úrslit og myndir frá DARTUNG eru væntanlegar síðar í vikunni inn á dart.is.

Það var að miklu að keppa í 3. umferðinni því 12 keppendur tryggðu sér sæti í Úrvaldsdeild Stöð 2 Sport í haust. Þau sem tryggðu sér sæti voru:

  • Matthías Örn Friðriksson (PG)
  • Hörður Þór Guðjónsson (PG)
  • Hallgrímur Egilsson (PFR)
  • Kristján Sigurðsson (PFR)
  • Haraldur Birgisson (PFH)
  • Guðjón Hauksson (PG)
  • Arnar Geir Hjartarson (PKS)
  • Dilyan Kolev (PV)
  • Sigurður Fannar Stefánsson (PÞ)
  • Edgars Kede Kedza (PÞ)
  • Ingibjörg Magnúsdóttir (PFH)
  • Kitta Einarsdóttir (PR)

Áður höfðu Vitor Charrua (PFH), Alexander Veigar Þorvaldsson (PG) og Brynja Herborg (PFH) tryggt sér þátttökurétt. Eftir helgina er líka ljóst að eitt sæti bætist við ÍPS val (wildcard) þar sem landsliðsþjálfarar velja þátttakendur í Úrvalsdeildina. Nánar um Úrvalsdeildina hér.

Með því að smella á takkann hér að ofan má svo sjá nýjustu meðaltöl allra leikmanna í NOVIS deildinni en í 3. umferðinni tók í gildi fyrirkomulagsbreyting þar sem meðatal leikmanna lækkar um 5% í hverri umferð sem leikmaður sleppir í stað þess að fara alveg niður í 0 ef leikmaður sleppir tveimur umferðum í röð.

Matthías – Gulldeild RVK
Dilyan – Gulldeild NA
Karl Helgi – Silfurdeild RVK
Steinþór – Silfurdeild NA
Baldvin Þór – Bronsdeild RVK
Pálmar Ingi – Bronsdeild NA
Brynja – Kopardeild RVK
Jón Svavar – Kopar NA
Stuart – Járndeild RVK
Ívar – Blýdeild
Tómas Gauti – Áldeild
Alexander Baldvin – Sinkdeild
Zdenek Lipowski – Stáldeild
Jón Örn – Trédeild
Þorsteinn – Plastdeild
Barði – Pappadeild
Sigurður – Járndeild NA
Stefán Hrafn – Járndeild NA

Það vantar því miður mynd af Stefáni Hrafni sem sigraði Járndeild NA ásamt Sigurði Pálssyni, en þeir tveir voru hnífjafnir í efstu tveimur sætunum. Stefán Hrafn fær verðlaunagripinn sinn afhendan við fyrsta tækifæri.

Helgi Pjetur

Recent Posts

Íslandsmót 501 – Tvímenningur – Úrslit

Íslandsmótið í 501 tvímenning fór fram síðastliðinn sunnudag á Bullseye Reykjavík en um 100 manns…

10 klukkustundir ago

Íslandsmót 501 tvímenningur – Beinar útsendingar

Hér má finna allar beinar útsendingar Live Darts Iceland frá Íslandsmótinu í 501 en í…

2 dagar ago

Floridana deildin – 5. umferð – Úrslit

5. og næstsíðasta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og í aðstöðu Píludeildar…

2 vikur ago

Floridana deildin – 5. umferð – Beinar útsendingar

Hér má finna allar beinar útsendingar Live Darts Iceland frá Floridana deildinni í pílukasti. Leikir…

2 vikur ago