Fjórða umferð NOVIS deildarinnar í pílukasti var haldin á Bullseye og á Akureyri síðastliðinn sunnudag. Yfir 80 manns tóku þátt í 10 deildum. 7 deildir voru spilaðar á Bullseye og 3 fyrir norðan og heldur deildin áfram að vera einn sá vinsælasti viðburður dagatals sambandsins.
Í Gulldeild karla og kvenna í RVK sigruðu þau Hörður Þór Guðjónsson og Steinunn Dagný Ingvarsdóttir frá Pílufélagi Grindavíkur. Í Gulldeild Norðaustur sigraði Viðar Valdimarsson frá Píludeild Þórs.
Það er ljóst að pílukast er í stórsókn um þessar mundir og mikið var um ný andlit á mótinu í gær sem heppnaðist mjög vel en næsta umferð verður haldin sunnudaginn 9. október.
Eftir þessa fjórðu umferð þá varð það ljóst hvaða keppendur tryggðu sig upp um deild og hvaða keppendur eru öruggir um að falla niður en efstu tveir keppendur í hverri deild tryggja sig upp um amk. 1 deild og tveir neðstu keppendurnir falla niður um amk. 1 deild. Þeir keppendur sem skrá sig í 5. umferð verður síðan raðað í deildir eftir meðaltali 4. umferðar eða 3. umferð ef þeir tóku einungis þátt í henni.
NOVIS deildin Norðaustur:
Næsta dartung mót, Dartung 3, verður haldið á Akureyri laugardaginn 13. september í aðstöðu Píludeildar…
WDF World Masters 2025 verður haldið í Ungverjalandi, 29. október - 1. nóvember. ÍPS hefur…
Í gær, 29.júni, var haldin þriðja undankeppni úrvalsdeildarinnar í pílu í Reykjanesbæ. 45 leikmenn mættu…
Í gær, 19.júni, var haldin önnur undankeppni úrvalsdeildarinnar í pílu á Akureyri. 42 leikmenn mættu…
Hér má finna beinar útsendingar Live Darts Iceland frá Píludeild Þórs en þar fer fram…