NOVIS deildin – 5. umferð – Úrslit

Fimmta umferð NOVIS deildarinnar í pílukasti var haldin á Bullseye og á Akureyri síðastliðinn sunnudag. Yfir 90 manns tóku þátt í 11 deildum. 8 deildir voru spilaðar á Bullseye og 3 fyrir norðan og heldur deildin áfram að vera einn sá vinsælasti viðburður dagatals sambandsins.


Í Gulldeild karla og kvenna í RVK sigruðu þau Siggi Tomm frá Pílufélagi Akraness og Steinunn Dagný Ingvarsdóttir frá Pílufélagi Grindavíkur. Í Gulldeild Norðaustur sigraði Óskar Jónasson frá Píludeild Þórs.


Það er ljóst að pílukast er í stórsókn um þessar mundir og mikið var um ný andlit á mótinu í gær sem heppnaðist mjög vel en sjötta og seinasta umferð ársins 2022 verður haldin sunnudaginn 13. nóvember og verða 300.000kr verðlaunafé deilt niður á deildirnar.


Eftir þessa fimmtu umferð þá varð það ljóst hvaða keppendur tryggðu sig upp um deild og hvaða keppendur eru öruggir um að falla niður en efstu tveir keppendur í hverri deild tryggja sig upp um amk. 1 deild og tveir neðstu keppendurnir falla niður um amk. 1 deild. Þeir keppendur sem skrá sig í 6. umferð verður síðan raðað í deildir eftir meðaltali 5. umferðar eða 4. umferð ef þeir tóku einungis þátt í henni.

Hér fyrir neðan má sjá alla sigurvegara 5. umferðar. Stjórn ÍPS vill að lokum minna á Fitness Sport meistaramótið í 301 einmenning sem haldið verður í lok október og mun skráning hefjast á næstu dögum.

Steinunn Dagný Ingvarsdóttir
Siggi Tomm
Haraldur Birgisson
Kamil Mocek
Jón Oddur Hjálmtýsson
Helgi Pjetur
Björgvin Sigurðsson
Þórhallur Viðarsson
Óskar Jónasson
Davíð Örn Oddsson
Steinþór Már Auðunsson
ipsdart

Recent Posts

WDF World Masters 2024

World Darts Federation (WDF) heldur 3 mót dagana 9-13 október næstkomandi í Búdapest, Ungverjalandi. Mótin…

14 klukkustundir ago

U18 á WDF Europe Cup Youth í Riga – Lettlandi

U18 landsliðhópurinn lagði land undir fót í morgun og eru nú stödd í Riga, Lettlandi,…

1 vika ago

Ísland með besta árangur á Norðurlandamóti WDF síðan 1994

Norðurlandamót WDF (WDF Nordic Cup 2024) fór fram á Bullseye Reykjavík dagana 23.-25. maí 2024.…

1 mánuður ago

Stúlkna- og drengjalandslið valin

Brynja Herborg, landsliðsþjálfari stúlkna U18, og Pétur Rúðrik Guðmundsson, landsliðsþjálfari drengja U18 hafa valið þá…

2 mánuðir ago