NOVIS deildin – 5. umferð – Úrslit

Fimmta umferð NOVIS deildarinnar í pílukasti var haldin á Bullseye og á Akureyri síðastliðinn sunnudag. Yfir 90 manns tóku þátt í 11 deildum. 8 deildir voru spilaðar á Bullseye og 3 fyrir norðan og heldur deildin áfram að vera einn sá vinsælasti viðburður dagatals sambandsins.


Í Gulldeild karla og kvenna í RVK sigruðu þau Siggi Tomm frá Pílufélagi Akraness og Steinunn Dagný Ingvarsdóttir frá Pílufélagi Grindavíkur. Í Gulldeild Norðaustur sigraði Óskar Jónasson frá Píludeild Þórs.


Það er ljóst að pílukast er í stórsókn um þessar mundir og mikið var um ný andlit á mótinu í gær sem heppnaðist mjög vel en sjötta og seinasta umferð ársins 2022 verður haldin sunnudaginn 13. nóvember og verða 300.000kr verðlaunafé deilt niður á deildirnar.


Eftir þessa fimmtu umferð þá varð það ljóst hvaða keppendur tryggðu sig upp um deild og hvaða keppendur eru öruggir um að falla niður en efstu tveir keppendur í hverri deild tryggja sig upp um amk. 1 deild og tveir neðstu keppendurnir falla niður um amk. 1 deild. Þeir keppendur sem skrá sig í 6. umferð verður síðan raðað í deildir eftir meðaltali 5. umferðar eða 4. umferð ef þeir tóku einungis þátt í henni.

Hér fyrir neðan má sjá alla sigurvegara 5. umferðar. Stjórn ÍPS vill að lokum minna á Fitness Sport meistaramótið í 301 einmenning sem haldið verður í lok október og mun skráning hefjast á næstu dögum.

ipsdart

Recent Posts

Grand Prix 2025 – Úrslit

Grand Prix 2025 var haldið laugardaginn 17. maí í aðstöðu PFR að Tangarhöfða 2. 39…

1 dagur ago

Íslandsmót ungmenna Íslandsmót ungmenna (501) U23-U18-U14 – Áminning

Stjórn ÍPS vill minna á að skráning á íslandsmót ungmenna í 501 er í fullum…

5 dagar ago

Grand Prix 2025 – Áminning/tilkynning

Stjórn ÍPS vill minna á Grand Prix 2025 sem haldið verður laugardaginn 17. Maí í…

1 vika ago

Val á U-18 ára landsliði Íslands

Haraldur Birgisson (Halli Birgis) unglingalandsliðsþjálfari hefur nú valið U-18 landslið drengja og stúlkna sem mun…

1 vika ago

Íslandsmót ungmenna (501) U23-U18-U14 – Opið fyrir skráningu

Íslandsmót ungmenna 2025 í 501 verður haldið 24.maí á Bullseye, Snorrabraut Húsið opnar kl 10:00…

2 vikur ago

Dartung 2 – Úrslit

Önnur umferðin í Dartung var haldið þann 3 maí í aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur. 40 börn…

2 vikur ago