Categories: ÍPS deildin

NOVIS deildin – Skráning 3. umferð

ÍPS kynnir með stolti í samvinnu við Tryggingar og Ráðgjöf ehf NOVIS deildina í pílukasti. NOVIS deildin er fyrir alla pílukastara sem hafa gilda skráningu í einu af aðildarfélögum sambandsins. Ef þú ert ekki ennþá skráð/ur í aðildarfélag þá getur þú gert það með því að fylla út skráningarformið hægra megin á síðunni.

NOVIS deildin er hönnuð fyrir pílukastara á öllum sviðum íþróttarinnar. Deildirnar eru settar þannig upp að þú færð marga keppnisleiki og alla við leikmenn með svipað getustig. Það skiptir ekki máli hvort þú stefnir á að keppa fyrir landslið Íslands eða ert að taka þín fyrstu skref í pílukasti, þú færð alltaf að keppa við jafninga í íþróttinni og því undir þér komið hvað þú vilt ná langt.

Þriðja umferð verður haldin sunnudaginn 28. ágúst á Bullseye, Snorrabraut 34. Leikir í öllum deildum hefjast kl. 10:30 en húsið opnar kl. 09:00. Staðfesta þarf skráningu á staðnum amk. 45 mín fyrir upphaf allra deilda.

Keppni í Norðuausturdeild NOVIS fer fram í aðstöðu Píludeildar Þórs að Laugargötu 4 Akureyri.

Ef skráning verður mikil gæti þurft að spila einhverjar deildir í aðstöðum pílufélaga sambandsins.

Skráning er hafin í þriðju umferð og er skráningarfrestur til kl. 18:00 föstudaginn 26. ágúst 2022. Hægt er að skrá sig með því að fylla út formið hér neðst í fréttinni. Skráning er ekki gild fyrr en búið er að greiða þátttökugjald.

Þátttökugjaldið fyrir þriðju umferð er 3.500kr og er eingöngu hægt að millifæra á:

Kt. 470385-0819
Rn. 0301-26-014567

Fjöldi deilda fer eftir skráningu hverju sinni. Hámarksfjöldi í hverri deild eru 10 manns. Ef skráningar ná ekki heilum tug fyrir ákveðna umferð þá gæti þurft að breyta fjölda í hverri deild í þeirri umferð en ávallt verður reynt að hafa 8-10 manns í hverri deild í hverri umferð.

Spilað verður 501, best af 7 leggjum í 5 efstu deildum í karlaflokki og efstu deild í kvennaflokki en best af 5 leggjum í öðrum deildum. Í Norðaustur deild NOVIS er spilað best af 7 leggjum í efstu deild en best af 5 í öðrum deildum. Allir spila við alla einu sinni og er gefið 1 stig fyrir sigur í hverjum leik. Sigurvegarar hverrar deildar verða krýndir að hverri umferð lokinni og fá þau að launum glæsilegan verðlaunapening. Þeir keppendur sem lenda í tveimur efstu sætum hverrar deildar tryggja sig upp um amk. eina deild.
Stjórn ÍPS hefur ákveðið að þeir keppendur sem lenda í tveimur neðstu sætum hverrar deildar í 3. umferð falla niður um amk. 1 deild.

Nánari upplýsingar og uppfært regluverk NOVIS deildarinnar má sjá með því að smella HÉR

Keppendum verður raðað í deildir útfrá meðaltali 2. umferðar. Þeir keppendur sem ekki tóku þátt í fyrstu né annarri umferð hefja leik í neðstu deild. Meðaltal keppanda eftir aðra umferð og efstu tveir keppendur í öllum deildum sem hafa tryggt sig upp um amk eina deild má sjá með því að smella HÉR

Hægt er að skoða skráða keppendur með því að smella HÉR

Skráning er hér fyrir neðan:

ipsdart

Recent Posts

Dartung 2 – Úrslit

Önnur umferðin í Dartung var haldið þann 3 maí í aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur. 40 börn…

11 minutes ago

Grand Prix 2025 – Opið fyrir skráningu

Búið er að opna fyrir skráningu á Grand Prix 2025 sem verður haldið 17. Maí…

22 klukkustundir ago

Dartung 2 – 3. Maí 2025

Stjórn ÍPS vil vekja athygli að skráning á Dartung 2 er í fullum gangi núna.…

6 dagar ago

Iceland Open/Iceland Masters 2025

Iceland open og Iceland Masters voru haldin núna um helgina, 26. og 27. apríl. 173…

1 vika ago

Iceland Open/Masters bolir til sölu – Iceland Open/Masters shirts for sale

Við viljum vekja athygli á því að það er Iceland Open/Masters bolir til sölu. Bolirnir…

1 vika ago

Iceland Masters 2025 – Sunday 27th of april

The Round Robins are here... Below you can see schedules and round robins for both…

1 vika ago