Categories: FréttirÍPS deildin

NOVIS deildin – Skráning 1. umferð

ÍPS kynnir með stolti í samvinnu við Tryggingar og Ráðgjöf ehf NOVIS deildina í pílukasti. NOVIS deildin er fyrir alla pílukastara sem hafa gilda skráningu í einu af aðildarfélögum sambandsins. Ef þú ert ekki ennþá skráð/ur í aðildarfélag þá getur þú gert það með því að fylla út skráningarformið hægra megin á síðunni.

NOVIS deildin er hönnuð fyrir pílukastara á öllum sviðum íþróttarinnar. Deildirnar eru settar þannig upp að þú færð marga keppnisleiki og alla við leikmenn með svipað getustig. Það skiptir ekki máli hvort þú stefnir á að keppa fyrir landslið Íslands eða ert að taka þín fyrstu skref í pílukasti, þú færð alltaf að keppa við jafninga í íþróttinni og því undir þér komið hvað þú vilt ná langt.

Fyrsta umferð verður haldin sunnudaginn 23. janúar á Bullseye, Snorrabraut 34. Leikir í fyrstu umferð hefjast kl. 10:30 en húsið opnar kl. 09:00

Skráning er hafin í fyrstu umferð og er skráningarfrestur til kl. 12:00 föstudaginn 21. janúar 2022. Hægt er að skrá sig með því að fylla út formið hér neðst í fréttinni. Skráning er ekki gild fyrr en búið er að greiða þátttökugjald.

Þátttökugjaldið fyrir fyrstu umferð er 3.500kr og er eingöngu hægt að millifæra á:

Kt. 470385-0819
Rn. 0301-26-014567

Fjöldi deilda fer eftir skráningu hverju sinni. Hámarksfjöldi í hverri deild eru 10 manns. Ef skráningar ná ekki heilum tug fyrir ákveðna umferð þá gæti þurft að breyta fjölda í hverri deild í þeirri umferð en ávallt verður reynt að hafa 8-10 manns í hverri deild í hverri umferð.

Spilað verður 501, best af 7 leggjum í 3 efstu deildum í karlaflokki og efstu deild í kvennaflokki en best af 5 leggjum í öðrum deildum. Allir spila við alla einu sinni og eru gefin 2 stig fyrir sigur í hverjum leik. Sigurvegarar hverrar deildar verða krýndir að hverri umferð lokinni og fá þau að launum glæsilegan verðlaunapening ásamt því að tryggja sig upp um amk eina deild í næstu umferð.

Nánari upplýsingar og regluverk NOVIS deildarinnar má sjá með því að smella HÉR

Skráða keppendur í fyrstu umferð er hægt að sjá með því að smella HÉR

Skráning er hér fyrir neðan:

ipsdart

Recent Posts

WDF World Masters 2024

World Darts Federation (WDF) heldur 3 mót dagana 9-13 október næstkomandi í Búdapest, Ungverjalandi. Mótin…

16 klukkustundir ago

U18 á WDF Europe Cup Youth í Riga – Lettlandi

U18 landsliðhópurinn lagði land undir fót í morgun og eru nú stödd í Riga, Lettlandi,…

1 vika ago

Ísland með besta árangur á Norðurlandamóti WDF síðan 1994

Norðurlandamót WDF (WDF Nordic Cup 2024) fór fram á Bullseye Reykjavík dagana 23.-25. maí 2024.…

1 mánuður ago

Stúlkna- og drengjalandslið valin

Brynja Herborg, landsliðsþjálfari stúlkna U18, og Pétur Rúðrik Guðmundsson, landsliðsþjálfari drengja U18 hafa valið þá…

2 mánuðir ago