Stjórn ÍPS hefur ákveðið að setja inn nýja reglu varðandi skráningu á mót ÍPS. Reglan snýst um að stjórn ÍPS mun gefa sér vald til þess að aflýsa/fresta móti ef ekki næst lámarks fjöldi keppenda á mót á vegum ÍPS.
Reglan er eftirfarandi:
Lámarks fjöldi keppanda á móti á vegum ÍPS er eftirfarandi: 16 keppendur í einmenningi í karlaflokki, 8 keppendur í einmenningi í kvennaflokki, 8 pör í karlaflokki í tvímenningi og 4 pör í kvennaflokki í tvímenningi. Ef þessi fjöldi er ekki skráður þegar 2 dagar eru í settan lokafrest skráningar áskilur stjórn ÍPS þann rétt að aflýsa mótinu og mun þá stjórn ÍPS reyna að finna nýja dagsetningu fyrir mótið sem var frestað.
Stjórn ÍPS vonar að meðlimir ÍPS geti gefið þessari nýju reglu skilning en við eigum ekki von á því að við munum nokkurntíman eftir að þurfa að virkja hana miða við reynslu síðustu ára.
Kveðja,
Stjórn ÍPS
Stjórn Íslenska Pílukastsambandsins boðar hér með til árlegs Píluþings, sem haldið verður Laugardaginn 10. janúar…
Það er ekki hægt að segja að 3 kvöldið í úrvalsdeildinni hafi boðið upp á…
Stigameistari 2025 Stigameistari karla með 107 stig söfnuð yfir árið er enginn annar en Alexander…
Kristaldeild 6. umferð Floridana 1. Sæti - Alexander Veigar Þorvaldsson2. Sæti - Hörður Þór Guðjónsson3-4.…
Það var svokallaður Reykjavíkurslagur í úrslitaleiknum á kvöldi 2 í Úrvalsdeildinni sem var haldin í…
Hægt er að fylgjast með útsendingum Lokaumferð Floridana deildarinnar á streymi Live Darts Iceland Reykjavíkurdeildin:…