Stjórn ÍPS hefur ákveðið að gera fyrirkomulagsbreytingar á efstu deildum ÍPS deildarinnar og taka þær gildi strax í fyrstu umferð, 14. janúar. Einnig verður tekinn í notkun nýjir stigalistar ÍPS.
Nýtt fyrirkomulag efstu deilda í stuttu máli
Sett er í gang ný efsta deild sem ber heitið Kristalsdeildin. Bæði leikmenn í NA-deild og RVK geta tryggt sér sæti í Kristalsdeildinni. Í Kristalsdeild verða 12 leikmenn hverju sinni og er spilað í tveimur riðlum og svo með útsláttarfyrirkomulagi. Allar upplýsingar um breytinguna eru vel útskýrðar í meðfylgjandi PDF skjali.
Nýjir stigalistar teknir upp
Teknir verða í notkun stigalistar þar sem leikmenn safna sér stigum á stigalista með árangri sínum í öllum umferðum ÍPS deildarinnar. Íslandsmótið í 501 gefur einnig stig á stigalista. Stigalistarnir verða notaðir þegar dregið verður í Íslandsmót, RIG, Grand Prix og Úrvalsdeild ásamt öðrum mögulegum 501 mótum sem ÍPS kann að halda í framtíðinni. Stjórn hvetur aðildarfélög einnig til að nýta sér listann þegar dregið er í stór opin mót á vegum félaganna.
Athugasemdir vegna breytinganna má senda á dart@dart.is. Skráning í 1. umferð hefst núna um helgina – auglýst síðar.
ÍPS auglýsir eftir þjálfara til að sinna unglingalandsliðum Íslands tímabilið 2025-2027. Mikill vöxtur hefur verið…
Í gær fór fram síðasta kvöldið í Úrvalsdeildinni þar sem línur skýrðust tengt því hvaða…
Sjötta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur sunnudaginn 24.…
Hér má finna allar beinar útsendingar Live Darts Iceland frá Floridana deildinni í pílukasti. Leikir…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 6. umferð Floridana deildarinnar árið 2024. Fyrirkomulag uppröðunnar er…