Fréttir

Boð á Píluþing Íslenska Pílukastsambandsins 2026

Stjórn Íslenska Pílukastsambandsins boðar hér með til árlegs Píluþings, sem haldið verður Laugardaginn 10. janúar 2026 á Akureyri (nánari staðsetning auglýst síðar).

Boðað er til þingsins í samræmi við lög ÍPS, með a.m.k. sex vikna fyrirvara, og mun boðun birtast bæði á heimasíðu sambandsins og helstu samfélagsmiðlum.
Búið er að senda fundarboð til stjórna allra aðildarfélaga ÍPS.


Afgreiðsla mála og tillögur að lagabreytingum

Aðildarfélög eru hvött til að senda inn málefni og tillögur sem þau óska að verði teknar fyrir á þinginu.
Slíkar tillögur skulu berast stjórn ÍPS í síðasta lagi fjórum vikum fyrir þing, eða Laugardaginn 13. desember 2025.

Stjórn ÍPS mun senda aðildarfélögum dagskrá þingsins, ásamt þeim málum og lagabreytingatillögum sem borist hafa, í síðasta lagi tveimur vikum fyrir fund, eða Laugardaginn 27. desember 2025.


Lögmæti þingsins

Píluþing ÍPS telst lögmætt ef löglega hefur verið til þess boðað, í samræmi við ákvæði laga sambandsins.


Réttur til þingsetu
Fulltrúar aðildarfélaga hafa rétt til þingsetu en miðað er við fjölda skráðra og greiddra félagsmanna (gestaaðild undanskilin) sem hafa verið skráðir hjá ÍPS, viljum við því minna á að klára að skrá og greiða félagsmenn sína svo rétt verði talið til fulltrúa fyrir þingsetu píluþingsins. 


Fyrirspurnir

Ef upp koma spurningar er aðildarfélögum velkomið að hafa samband við stjórn ÍPS á netfangið:
dart@dart.is


Lög Íslenska Pílukastsambandsins – Píluþing

Viktoría

Share
Published by
Viktoría

Recent Posts

Úrvalsdeild kvöld 3 – 8 nóvember

Það er ekki hægt að segja að 3 kvöldið í úrvalsdeildinni hafi boðið upp á…

3 vikur ago

Stigameistarar 2025

Stigameistari 2025 Stigameistari karla með 107 stig söfnuð yfir árið er enginn annar en Alexander…

4 vikur ago

Floridana – 6. Umferð – Úrslit

Kristaldeild 6. umferð Floridana 1. Sæti - Alexander Veigar Þorvaldsson2. Sæti - Hörður Þór Guðjónsson3-4.…

4 vikur ago

Úrvalsdeild kvöld 2 – 1 nóvember

Það var svokallaður Reykjavíkurslagur í úrslitaleiknum á kvöldi 2 í Úrvalsdeildinni sem var haldin í…

4 vikur ago

Floridana 6. umferð – Útsendingar

Hægt er að fylgjast með útsendingum Lokaumferð Floridana deildarinnar á streymi Live Darts Iceland Reykjavíkurdeildin:…

4 vikur ago

Floridana 6. umferð – Dagskrá Lokaumferða

Búið er að raða í riðla fyrir Floridana 6. umferð sem verður haldin á Bullseye,…

4 vikur ago