Keppendur frá Íslandi munu ferðast til Danmerkur um helgina til að taka þátt á Norðurlandamótaröð PDC Nordic og Baltic en efstu menn mótaraðarinnar munu vinna sér inn keppnisrétt á heimsmeistaramóti PDC í desember. Einnig verða spilaðir Evróputúrs undankeppnir þar sem sigurvegarinn tryggir sér þátttökurétt á Evrópumóti PDC. Staðfestir íslenskir keppendurnir sem taka þátt eru:
Matthías Örn Friðriksson – Pílufélag Grindavíkur
Hallgrímur Egilsson – Pílukastfélag Reykjavíkur
Vitor Charrua – Pílukastfélag Hafnarfjarðar
Kristján Sigurðsson – Pílukastfélag Reykjavíkur
Fleiri gætu bæst við listann en skráningu lýkur á morgun.
Hægt er að nálgast frekar upplýsingar um mótið hér: https://pdc-nordic.tv/pdcnb-pt-denmark/
Hér fyrir neðan má sjá beinar útsendingar frá mótinu en Live Darts Iceland sýnir beint frá Danmörku.
Euro Tour Qualifier 2 – 28. jan kl. 18:00
Euro Tour Qualifier 3 – 29. jan kl. 18:00
Fyrsta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur sunnudaginn 4.…
Íslandsmót unglinga verður haldið sunnudaginn 25. maí næstkomandi. Það var ráðgert að hafa íslandsmótið unglinga…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 1. umferð Floridana deildarinnar NA árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…
Búið er að velja landsliðsúrtakshóp sem mun keppast um að komast í landslið karla og…