Categories: Q-School

PDC Qualifying School

4 íslenskir pílukastarar munu taka þátt í PDC Qualifying School sem haldinn verður dagana 16-19. janúar 2020. Mótin verða haldin í Hildesheim í Þýskalandi og er búist við yfir 300 spilurum sem allir munu reyna að tryggja sér þátttökurétt á ProTour mótaröð PDC og keppa við spilara eins og Michael Van Gerwen, Gary Anderson ofl. Íslensku keppendurnir eru:

Atli Már Bjarnason – Píludeild Þórs
Bjarni Sigurðsson – Píludeild Þórs
Matthías Örn Friðriksson – Pílufélag Grindavíkur
Vitor Charrua – Pílukastfélag Reykjavíkur

Hvernig virkar Q-School?
Spilað eru 4 mót, eitt á dag frá 16.-19. janúar. Spilað er best af 9 leggjum, beinn útsláttur og sigurvegari hvers móts hlýtur 2 ára þátttökurétt á ProTour PDC. Einnig fá spilarar stig fyrir sigra og efstu menn á stigalistanum eftir þessi 4 mót munu einnig hljóta þátttökurétt. Þeir sem ekki tryggja sig inná þessa mótaröð fá að taka þátt í mótaröðinni fyrir neðan sem heitir PDC Challenge Tour. Challenge Tour inniheldur 24 mót sem spiluð eru yfir 6 helgar árið 2020. Hægt er að skoða dagatal PDC hér:
https://www.pdc.tv/tournaments/calendar

Get ég fylgst með Q-School?
Þótt ekki verði sýnt beint frá Q-School er hægt að fylgjast með öllum leikjum og úrslitum á Dartconnect og er slóðin hér:
https://tv.dartconnect.com/events/pdc

Hér má sjá alla skráða spilara. Skráningarfrestur rennur út 14. janúar:https://tv.dartconnect.com/eventplayers/pdceuqs20

ipsdart

Share
Published by
ipsdart

Recent Posts

Boð á Píluþing Íslenska Pílukastsambandsins 2026

Stjórn Íslenska Pílukastsambandsins boðar hér með til árlegs Píluþings, sem haldið verður Laugardaginn 10. janúar…

6 dagar ago

Úrvalsdeild kvöld 3 – 8 nóvember

Það er ekki hægt að segja að 3 kvöldið í úrvalsdeildinni hafi boðið upp á…

3 vikur ago

Stigameistarar 2025

Stigameistari 2025 Stigameistari karla með 107 stig söfnuð yfir árið er enginn annar en Alexander…

4 vikur ago

Floridana – 6. Umferð – Úrslit

Kristaldeild 6. umferð Floridana 1. Sæti - Alexander Veigar Þorvaldsson2. Sæti - Hörður Þór Guðjónsson3-4.…

4 vikur ago

Úrvalsdeild kvöld 2 – 1 nóvember

Það var svokallaður Reykjavíkurslagur í úrslitaleiknum á kvöldi 2 í Úrvalsdeildinni sem var haldin í…

4 vikur ago

Floridana 6. umferð – Útsendingar

Hægt er að fylgjast með útsendingum Lokaumferð Floridana deildarinnar á streymi Live Darts Iceland Reykjavíkurdeildin:…

4 vikur ago