4 íslenskir pílukastarar munu taka þátt í PDC Qualifying School sem haldinn verður dagana 16-19. janúar 2020. Mótin verða haldin í Hildesheim í Þýskalandi og er búist við yfir 300 spilurum sem allir munu reyna að tryggja sér þátttökurétt á ProTour mótaröð PDC og keppa við spilara eins og Michael Van Gerwen, Gary Anderson ofl. Íslensku keppendurnir eru:
Atli Már Bjarnason – Píludeild Þórs
Bjarni Sigurðsson – Píludeild Þórs
Matthías Örn Friðriksson – Pílufélag Grindavíkur
Vitor Charrua – Pílukastfélag Reykjavíkur
Hvernig virkar Q-School?
Spilað eru 4 mót, eitt á dag frá 16.-19. janúar. Spilað er best af 9 leggjum, beinn útsláttur og sigurvegari hvers móts hlýtur 2 ára þátttökurétt á ProTour PDC. Einnig fá spilarar stig fyrir sigra og efstu menn á stigalistanum eftir þessi 4 mót munu einnig hljóta þátttökurétt. Þeir sem ekki tryggja sig inná þessa mótaröð fá að taka þátt í mótaröðinni fyrir neðan sem heitir PDC Challenge Tour. Challenge Tour inniheldur 24 mót sem spiluð eru yfir 6 helgar árið 2020. Hægt er að skoða dagatal PDC hér:
https://www.pdc.tv/tournaments/calendar
Get ég fylgst með Q-School?
Þótt ekki verði sýnt beint frá Q-School er hægt að fylgjast með öllum leikjum og úrslitum á Dartconnect og er slóðin hér:
https://tv.dartconnect.com/events/pdc
Hér má sjá alla skráða spilara. Skráningarfrestur rennur út 14. janúar:https://tv.dartconnect.com/eventplayers/pdceuqs20
Fyrsta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur sunnudaginn 4.…
Íslandsmót unglinga verður haldið sunnudaginn 25. maí næstkomandi. Það var ráðgert að hafa íslandsmótið unglinga…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 1. umferð Floridana deildarinnar NA árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…
Búið er að velja landsliðsúrtakshóp sem mun keppast um að komast í landslið karla og…