Categories: Q-School

PDC Qualifying School

4 íslenskir pílukastarar munu taka þátt í PDC Qualifying School sem haldinn verður dagana 16-19. janúar 2020. Mótin verða haldin í Hildesheim í Þýskalandi og er búist við yfir 300 spilurum sem allir munu reyna að tryggja sér þátttökurétt á ProTour mótaröð PDC og keppa við spilara eins og Michael Van Gerwen, Gary Anderson ofl. Íslensku keppendurnir eru:

Atli Már Bjarnason – Píludeild Þórs
Bjarni Sigurðsson – Píludeild Þórs
Matthías Örn Friðriksson – Pílufélag Grindavíkur
Vitor Charrua – Pílukastfélag Reykjavíkur

Hvernig virkar Q-School?
Spilað eru 4 mót, eitt á dag frá 16.-19. janúar. Spilað er best af 9 leggjum, beinn útsláttur og sigurvegari hvers móts hlýtur 2 ára þátttökurétt á ProTour PDC. Einnig fá spilarar stig fyrir sigra og efstu menn á stigalistanum eftir þessi 4 mót munu einnig hljóta þátttökurétt. Þeir sem ekki tryggja sig inná þessa mótaröð fá að taka þátt í mótaröðinni fyrir neðan sem heitir PDC Challenge Tour. Challenge Tour inniheldur 24 mót sem spiluð eru yfir 6 helgar árið 2020. Hægt er að skoða dagatal PDC hér:
https://www.pdc.tv/tournaments/calendar

Get ég fylgst með Q-School?
Þótt ekki verði sýnt beint frá Q-School er hægt að fylgjast með öllum leikjum og úrslitum á Dartconnect og er slóðin hér:
https://tv.dartconnect.com/events/pdc

Hér má sjá alla skráða spilara. Skráningarfrestur rennur út 14. janúar:https://tv.dartconnect.com/eventplayers/pdceuqs20

ipsdart

Share
Published by
ipsdart

Recent Posts

Dartung 2 – 3. Maí 2025

Stjórn ÍPS vil vekja athygli að skráning á Dartung 2 er í fullum gangi núna.…

2 dagar ago

Iceland Open/Iceland Masters 2025

Iceland open og Iceland Masters voru haldin núna um helgina, 26. og 27. apríl. 173…

4 dagar ago

Iceland Open/Masters bolir til sölu – Iceland Open/Masters shirts for sale

Við viljum vekja athygli á því að það er Iceland Open/Masters bolir til sölu. Bolirnir…

5 dagar ago

Iceland Masters 2025 – Sunday 27th of april

The Round Robins are here... Below you can see schedules and round robins for both…

6 dagar ago

Iceland Open 2025 – Saturday 26th of april

Finally the day has arrived and we are proud to present the schedule for the…

7 dagar ago

Fatareglur í ÍPS mótum/Players attire in ÍPS tournaments

Í langan tíma hefur verið rökræður meðal keppenda um fatareglur á mótum og reglur óskýrar,…

1 vika ago