Stjórn ÍPS vill tilkynna pílukastara ársins 2024 en kosning fór fram í vor en afhending viðurkenningarinnar tafðist aðeins og fór fram á Íslandsmóti félagsliða í enda ágúst.
Í karlaflokki hlaut Matthías Örn Friðriksson viðurkenninguna en Matthías átti afburða gott ár 2024 en þótt margir áttu tilkall til að hljóta þessa viðurkenningu þá taldi dómnefnd hann standa uppúr og bar sigur í yfirgnæfandi kosningu.
• 1. Sæti – Íslandsmót 501 – Einmenningur karla
• 1. Sæti – Íslandsmót Krikket – Einmenningur Karla
• Floridanadeildin – 1. Sæti – Umferð 2
• Landsliðsmaður 2024
Í kvennaflokki hlaut Brynja Herborg viðurkenninguna en eins Matthías þá átti Brynja afburða gott ár 2024 og hlaut hún sigur í kosningu stjórnar.
• 1. Sæti – Grand Prix meistari kvenna
• 1. Sæti – Íslandsmót 501 – Einmenningur kvenna
• 1. Sæti – Íslandsmót Krikket – Einmenningur kvenna
• 1. Sæti – RIG – Einmenningur kvenna
• Floridanadeildin – Stigameistari kvenna 2024
• Landsliðskona 2024
Stjórn ÍPS óskar Matthíasi og Brynju innilega til hamingju með þessa viðurkenningu.
Stjórn Íslenska Pílukastsambandsins boðar hér með til árlegs Píluþings, sem haldið verður Laugardaginn 10. janúar…
Það er ekki hægt að segja að 3 kvöldið í úrvalsdeildinni hafi boðið upp á…
Stigameistari 2025 Stigameistari karla með 107 stig söfnuð yfir árið er enginn annar en Alexander…
Kristaldeild 6. umferð Floridana 1. Sæti - Alexander Veigar Þorvaldsson2. Sæti - Hörður Þór Guðjónsson3-4.…
Það var svokallaður Reykjavíkurslagur í úrslitaleiknum á kvöldi 2 í Úrvalsdeildinni sem var haldin í…
Hægt er að fylgjast með útsendingum Lokaumferð Floridana deildarinnar á streymi Live Darts Iceland Reykjavíkurdeildin:…