Búið er að draga í riðla fyrir Grand Prix 2023 sem fer fram á sunnudaginn nk. á Bullseye. Við minnum á að leikir í öllum riðlum hefjast kl. 10:30 en húsið opnar kl. 09:00. Staðfesta þarf skráningu á staðnum amk. 45 mín fyrir upphaf riðlakeppninnar.
Efstu leikmenn í karla-riðlunum (8) var raðað eftir síðasta meðaltali sínu í NOVIS deildinni. 4 efstu í hverjum riðli fara áfram í 32 manna úrslit í karlaflokki. 4 efstu í kvennariðli fara áfram í undanúrslit.
Í riðlum, bæði karla og kvenna er spilað hefðbundið, best af 5 leggjum. Í útslætti er spilað svokallað set-play. Frá 32 manna til og með 8 manna úrslitum er spilað best af 3 settum. Í undanúrslitum er spilað best af 5 settum og í úrslitaleik best af 7 settum. Hvert sett í útslætti er best af 3 leggjum.
Stjórn ÍPS hefur ákveðið að setja inn nýja reglu varðandi skráningu á mót ÍPS. Reglan…
Umsókn á boðsmiðum á Masters Vegna tæknilega vandamála þá lá heimasíða ÍPS niðri núna um…
Í laugardaginn, 12.júli, var haldin fjórða undankeppni úrvalsdeildarinnar í pílu í Snooker&Pool í Reykjavík. 31…
Næsta dartung mót, Dartung 3, verður haldið á Akureyri laugardaginn 13. september í aðstöðu Píludeildar…
WDF World Masters 2025 verður haldið í Ungverjalandi, 29. október - 1. nóvember. ÍPS hefur…