Búið er að draga í riðla fyrir Grand Prix 2023 sem fer fram á sunnudaginn nk. á Bullseye. Við minnum á að leikir í öllum riðlum hefjast kl. 10:30 en húsið opnar kl. 09:00. Staðfesta þarf skráningu á staðnum amk. 45 mín fyrir upphaf riðlakeppninnar.
Efstu leikmenn í karla-riðlunum (8) var raðað eftir síðasta meðaltali sínu í NOVIS deildinni. 4 efstu í hverjum riðli fara áfram í 32 manna úrslit í karlaflokki. 4 efstu í kvennariðli fara áfram í undanúrslit.
Í riðlum, bæði karla og kvenna er spilað hefðbundið, best af 5 leggjum. Í útslætti er spilað svokallað set-play. Frá 32 manna til og með 8 manna úrslitum er spilað best af 3 settum. Í undanúrslitum er spilað best af 5 settum og í úrslitaleik best af 7 settum. Hvert sett í útslætti er best af 3 leggjum.
Fyrsta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur sunnudaginn 4.…
Íslandsmót unglinga verður haldið sunnudaginn 25. maí næstkomandi. Það var ráðgert að hafa íslandsmótið unglinga…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 1. umferð Floridana deildarinnar NA árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…
Búið er að velja landsliðsúrtakshóp sem mun keppast um að komast í landslið karla og…