Fréttir

Reykjavík International Games – Skráningu lokið

Pílukast verður hluti af Reykjavík International Games en mótið í ár verður haldið á tveimur stöðum. Riðlakeppni fer fram föstudagskvöldið 3. febrúar í aðstöðu PFR að Tangarhöfða 2 en útsláttarkeppni verður spiluð laugardaginn 4. febrúar á Bullseye. Undanúrslitaleikir í karlaflokki og úrslitaleikir í karla- og kvennaflokki verða síðan í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um kvöldið og hefst útsending kl. 19:30.

Dagskrá:

Föstudagur 3. febrúar

Riðlakeppni karla og kvenna. Spilafyrirkomulag verður gefið út eftir að skráningu lýkur. Húsið opnar kl. 17:00 og byrjað verður að spila kl. 19:00. Staðfesta þarf skráningu á staðnum amk. 45 mín fyrir upphaf riðils.

Laugardagur 4. febrúar

Útsláttarkeppni karla og kvenna. Spilafyrirkomulag verður gefið út síðar. Húsið opnar kl. 09:00 og byrja fyrstu leikir í útslætti kl. 10:30.

Sigurvegari RIG 2023 tryggir sér þátttökurétt í Úrvalsdeild Stöð 2 Sport sem hefst í ágúst.

Þátttökugjald er kr. 4.000 og er eingöngu hægt að greiða með millifærslu:

kt. 470385-0819
rn. 0301-26-014567

Skráningar- og greiðslufrestur er til mánudagsins 30. janúar kl. 14:00.

Verðlaun verða tilkynnt síðar en unnið er að finna styrktaraðila fyrir mótið.

Hægt er að skoða skráða keppendur með því að smella HÉR

Skráningu er lokið.

Helgi Pjetur

Recent Posts

ÍPS óskar eftir umsóknum í nefndir

Á síðasta píluþingi ÍPS var ákveðið stofnaðar yrði nokkrar nefndir sem hefðu það hlutverk að…

4 dagar ago

Val á landsliði Íslands fyrir WDF World Cup 2025

Kæru pílukastarar og áhugafólk um íþróttina Búið er að velja landsliðs Íslands sem mun taka…

1 vika ago

Íslandsmeistaramót 501 – 2025 – Úrslit.

Íslandsmeistaramótið í 501 var haldið helgina 15-16. mars. Laugardaginn 15. mars var keppt um Íslandsmeistaratitil…

2 vikur ago

Íslandsmótið í pílukasti 2025 – Beinar útsendingar

Hér má finna allar beinar útsendingar Live Darts Iceland frá Íslandsmótinu í pílukasti. Laugardagur -…

4 vikur ago

Íslandsmót 501 – Riðlar klárir – Karlariðlar í einmenning verða spilaðir bæði á Bullseye og PFR.

Búið er að draga í riðla í Íslandsmótinu í Pílukasti 2025. Hægt er að sjá…

4 vikur ago