Pílukast verður hluti af Reykjavík International Games en mótið í ár verður haldið á tveimur stöðum. Riðlakeppni fer fram föstudagskvöldið 3. febrúar í aðstöðu PFR að Tangarhöfða 2 en útsláttarkeppni verður spiluð laugardaginn 4. febrúar á Bullseye. Undanúrslitaleikir í karlaflokki og úrslitaleikir í karla- og kvennaflokki verða síðan í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um kvöldið og hefst útsending kl. 19:30.
Dagskrá:
Föstudagur 3. febrúar
Riðlakeppni karla og kvenna. Spilafyrirkomulag verður gefið út eftir að skráningu lýkur. Húsið opnar kl. 17:00 og byrjað verður að spila kl. 19:00. Staðfesta þarf skráningu á staðnum amk. 45 mín fyrir upphaf riðils.
Laugardagur 4. febrúar
Útsláttarkeppni karla og kvenna. Spilafyrirkomulag verður gefið út síðar. Húsið opnar kl. 09:00 og byrja fyrstu leikir í útslætti kl. 10:30.
Sigurvegari RIG 2023 tryggir sér þátttökurétt í Úrvalsdeild Stöð 2 Sport sem hefst í ágúst.
Þátttökugjald er kr. 4.000 og er eingöngu hægt að greiða með millifærslu:
kt. 470385-0819
rn. 0301-26-014567
Skráningar- og greiðslufrestur er til mánudagsins 30. janúar kl. 14:00.
Verðlaun verða tilkynnt síðar en unnið er að finna styrktaraðila fyrir mótið.
Hægt er að skoða skráða keppendur með því að smella HÉR
Skráningu er lokið.
Hér má finna allar útsendingar Live Darts Iceland frá 2. umferð Floridana deildarinnar í pílukasti…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 2. umferð Floridana deildarinnar RVK árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 2. umferð Floridana deildarinnar NA árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…
Það kom ábending um að hafa ekki Dartung á sömu helgum og Floridana mótaröðin og…
Það hefur verið mikil gróska í unglingastarfi hjá aðildarfélögum ÍPS og vöxtur undanfarinna ára er…