Fréttir

Reykjavík International Games – Dagskrá og fyrirkomulag

Núna á föstudaginn (3. febrúar) hefst Reykjavík International Games í Pílukasti. 90 keppendur eru skráðir til leiks, 78 keppendur í flokki karla og 12 í flokki kvenna. Undanriðlar fara fram bæði í Pílusetrinu Tangarhöfða 2, Reykjavík (PFR) og í Píluklúbbnum, Reykjavíkurvegi 64, Hafnarfirði (PFH).

Riðlar 1-10 í karlaflokki verða spilaðir í Pílusetrinu (PFR). Riðlar 11 -16 í karlaflokki og báðir riðlar í kvennaflokki verða spilaðir í Píluklúbbnum (PFH). Dregið verður í riðla og þeir birtir hér á dart.is á miðvikudag (1. febrúar).

ATH! Mótastjórn áskilur sér rétt til að draga aftur ef þurfa þykir t.d. vegna forfalla!

Útsláttarkeppnin í báðum flokkum verður spiluð laugardaginn 4. febrúar á Bullseye, Snorrabraut 37, Reykjavík. Undanúrslitaleikir í karlaflokki og úrslitaleikir í karla- og kvennaflokki verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um kvöldið og hefst útsending kl. 19:30.

Spilafyrirkomulag

Nánari upplýsingar og spilafyrirkomulag má nálgast í PDF skjali hér að neðan.

Dagskrá:

Föstudagur 3. febrúar
Riðlakeppni karla og kvenna. Mótstaður opnar kl. 17:00 og byrjað verður að spila kl. 19:00. Staðfesta þarf skráningu á staðnum amk. 45 mín fyrir upphaf riðils.

Laugardagur 4. febrúar
Útsláttarkeppni karla og kvenna. Mótstaður opnar kl. 09:00 og byrja fyrstu leikir í útslætti kl. 10:30.

Mótstjórn:

Arna Rut Gunnlaugsdóttir, Þorvaldur Geir Sigurðsson ásamt Stjórn ÍPS sjá um mótstjórn á Reykjavík International Games 2023.

Sigurvegarar RIG 2023 tryggja sér þátttökurétt í Úrvalsdeild Stöð 2 Sport sem hefst í ágúst.

Við minnum á að almennar keppnisreglur ÍPS gilda á mótinu

Helgi Pjetur

Recent Posts

Boð á Píluþing Íslenska Pílukastsambandsins 2026

Stjórn Íslenska Pílukastsambandsins boðar hér með til árlegs Píluþings, sem haldið verður Laugardaginn 10. janúar…

6 dagar ago

Úrvalsdeild kvöld 3 – 8 nóvember

Það er ekki hægt að segja að 3 kvöldið í úrvalsdeildinni hafi boðið upp á…

3 vikur ago

Stigameistarar 2025

Stigameistari 2025 Stigameistari karla með 107 stig söfnuð yfir árið er enginn annar en Alexander…

4 vikur ago

Floridana – 6. Umferð – Úrslit

Kristaldeild 6. umferð Floridana 1. Sæti - Alexander Veigar Þorvaldsson2. Sæti - Hörður Þór Guðjónsson3-4.…

4 vikur ago

Úrvalsdeild kvöld 2 – 1 nóvember

Það var svokallaður Reykjavíkurslagur í úrslitaleiknum á kvöldi 2 í Úrvalsdeildinni sem var haldin í…

4 vikur ago

Floridana 6. umferð – Útsendingar

Hægt er að fylgjast með útsendingum Lokaumferð Floridana deildarinnar á streymi Live Darts Iceland Reykjavíkurdeildin:…

4 vikur ago