Núna á föstudaginn (3. febrúar) hefst Reykjavík International Games í Pílukasti. 90 keppendur eru skráðir til leiks, 78 keppendur í flokki karla og 12 í flokki kvenna. Undanriðlar fara fram bæði í Pílusetrinu Tangarhöfða 2, Reykjavík (PFR) og í Píluklúbbnum, Reykjavíkurvegi 64, Hafnarfirði (PFH).
Riðlar 1-10 í karlaflokki verða spilaðir í Pílusetrinu (PFR). Riðlar 11 -16 í karlaflokki og báðir riðlar í kvennaflokki verða spilaðir í Píluklúbbnum (PFH). Dregið verður í riðla og þeir birtir hér á dart.is á miðvikudag (1. febrúar).
ATH! Mótastjórn áskilur sér rétt til að draga aftur ef þurfa þykir t.d. vegna forfalla!
Útsláttarkeppnin í báðum flokkum verður spiluð laugardaginn 4. febrúar á Bullseye, Snorrabraut 37, Reykjavík. Undanúrslitaleikir í karlaflokki og úrslitaleikir í karla- og kvennaflokki verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport um kvöldið og hefst útsending kl. 19:30.
Nánari upplýsingar og spilafyrirkomulag má nálgast í PDF skjali hér að neðan.
Föstudagur 3. febrúar
Riðlakeppni karla og kvenna. Mótstaður opnar kl. 17:00 og byrjað verður að spila kl. 19:00. Staðfesta þarf skráningu á staðnum amk. 45 mín fyrir upphaf riðils.
Laugardagur 4. febrúar
Útsláttarkeppni karla og kvenna. Mótstaður opnar kl. 09:00 og byrja fyrstu leikir í útslætti kl. 10:30.
Arna Rut Gunnlaugsdóttir, Þorvaldur Geir Sigurðsson ásamt Stjórn ÍPS sjá um mótstjórn á Reykjavík International Games 2023.
Sigurvegarar RIG 2023 tryggja sér þátttökurétt í Úrvalsdeild Stöð 2 Sport sem hefst í ágúst.
Við minnum á að almennar keppnisreglur ÍPS gilda á mótinu
Fyrsta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur sunnudaginn 4.…
Íslandsmót unglinga verður haldið sunnudaginn 25. maí næstkomandi. Það var ráðgert að hafa íslandsmótið unglinga…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 1. umferð Floridana deildarinnar NA árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…
Búið er að velja landsliðsúrtakshóp sem mun keppast um að komast í landslið karla og…