Í dag kom í ljós hvaða 4 karlar og 4 konur taka þátt fyrir Íslands hönd á WDF heimsmeistaramótinu í pílukasti sem haldið verður í Rúmeníu 7-12 október 2019. Spilað var í Reykjavík og var sýnt beint frá mótinu á YouTube síðu Live Darts Iceland.
Frá Suðurlandi voru 6 keppendum boðið þátttaka og 3 frá Norðurlandi í karlaflokki og 4 frá Suðurlandi og 4 frá Norðurlandi í kvennaflokki. Valið var útfrá stigalista ÍPS en efsti spilari í karlaflokki var þegar búinn að tryggja sér sæti í landsliðinu. Það var því keppt um hin þrjú sætin í karlaflokki en öll fjögur í kvennaflokki.
Í karlaflokki spiluðu Hallgrímur Egilsson, Pétur Rúðrik Guðmundsson, Karl Helgi Jónsson, Páll Árni Pétursson, Alex Máni Pétursson og Kjaran Sveinsson við Bjarna Sigurðusson, Atla Már Bjarnason og Jónas Helgason. Keppendur frá Suðurlandi spiluðu ekki við aðra frá sama svæði og voru gefnir vinningar útfrá stöðu á stigalista í staðinn. Fyrir mótið leit stigataflan því svona út:
Hallgrímur Egilsson var í góðri stöðu með að tryggja sig inn í landsliðið en hann endaði á að sigra alla sína leiki og endaði efstur með 8 vinninga og tapaði einungis einum legg. Meðaltal hans var einnig það hæsta í mótinu, 74,9
Pétur Rúðrik Guðmundsson tryggði sig einnig í landslið Íslands en hann endaði í öðru sæti í mótinu. Hann sigraði einnig alla sína leiki og endaði því með 7 vinninga og var með 62,6 í meðaltal.
Baráttan fyrir þriðja og síðasta sætinu var æsispennandi en á tímabili voru það Páll Árni, Bjarni og Karl Helgi allir í möguleika. Það fór svo að Páll Árni tryggði sér þriðja og jafnframt seinasta sætið í landsliðinu en hann byrjaði á að tapa fyrir Bjarna en vann næstu tvo leiki og það dugði til. Páll var með meðaltalið 57,34
Lokastaðan eftir mótið í karlaflokki
Í kvennaflokki spiluðu 4 efstu konur stigalista Suðurlands á móti 4 efstu konum á stigalista Noðurlands um 4 sæti í landsliðinu.
Ingibjörg Magnúsdóttir kom inn í mótið með 3 stig en hún gerði sér lítið fyrir og sigraði alla sína leiki og tryggði sér landsliðssætið og efsta sætið með 7 stig.. Hún var með hæsta meðalskor allra kvenna, 45,9 og tapaði einungis tveimur leggjum.
Diljá Tara Helgadóttir sigraði 3 af 4 leikjum sínum og það dugði til að tryggja sætið í landsliðinu. Diljá var með meðaltalið 42,9 og hitti eitt 180.
Guðrún Þórðardóttir sigraði einungis einn leik en það dugði henni til en hún endaði einu stigi ofar en Jóhanna Bergsdóttir og Ólafía Guðmundsdóttir. Guðrún var með meðaltalið 37,8
Mesta spennan var á milli Petreu Friðriksdóttur og Ólafíu Guðmundsdóttur en þær mættust í seinasta leik dagsins. Það fór svo að Petrea tryggði sér sigur í þeim leik 4-0 og þar með seinasta sætið í landsliðinu. Petrea var með meðaltalið 43,1 í mótinu
Lokastaðan í kvennaflokki var því sem hér segir:
Landslið Íslands sem tekur þátt í HM í Rúmeníu í október er því:
Vitor Charrua – Pílufélag Reykjavíkur
Hallgrímur Egilsson – Pílufélag Reykjavíkur
Pétur Rúðrik Guðmundsson – Pílufélag Grindavíkur
Páll Árni Pétursson – Pílufélag Grindavíkur
Ingibjörg Magnúsdóttir – Pílufélag Reykjavíkur
Petrea Kr Friðriksdóttir – Pílufélag Reykjavíkur
Diljá Tara Helgadóttir – Pílufélag Reykjavíkur
Guðrún Þórðardóttir – Pílufélag Akureyrar
Íslandsmótið í 501 tvímenning fór fram síðastliðinn sunnudag á Bullseye Reykjavík en um 100 manns…
Hér má finna allar beinar útsendingar Live Darts Iceland frá Íslandsmótinu í 501 en í…
5. og næstsíðasta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og í aðstöðu Píludeildar…
Hér má finna allar beinar útsendingar Live Darts Iceland frá Floridana deildinni í pílukasti. Leikir…