Aðal

Siggi Tomm og Petrea KR eru Íslandsmeistarar Öldunga 2023

Íslandsmót öldunga fór fram laugardaginn 28. janúar í Pílusetrinu Tangarhöfða. Alls voru 30 keppendur skráðir til leiks.

Akurnesingurinn Siggi Tomm átti stórkostlegt mót en hann sigraði í öllum 5 leikjum sínum í riðlakeppninni með aðeins einn tapaðan legg (15:1). Spilamennska Sigga átti bara eftir að verða betri því hann tapaði ekki legg í 16 manna, 8 manna og undanúrslitum. Í úrslitaleiknum fékk Siggi loksins mótspyrnu því eftir stórkostlegt oddaleiks-einvígi við Guðjón Hauks, stóð Siggi uppi sem sigurvegari 5-4 og þar með Íslandsmeistari öldunga 2023.

Petrea KR Friðriksdóttir úr Pílukastfélagi Reykjavíkur átti einnig frábært mót en eins og Siggi, þá vann hún alla sína leiki í riðlakeppninni og sjálfan úrslitaleikinn 5-0 og er því Íslandsmeistari öldunga 2023. Helga Friðriksdóttir lenti í 2. sæti.

ÍPS óskar sigurvegurum og öðrum verðlaunahöfum innilega til hamingju með frábæran árangur og þakkar Pílukastfélagi Reykjavíkur fyrir samvinnuna við mótshald. Einnig viljum við þakka Björgvini Sigurðssyni sérstaklega fyrir hlaðborð af ferskum þorramat sem þáttakendur gæddu sér á.

Hér eru nokkrar myndir frá mótinu.

Matthías Eyjólfsson, 3. sæti. Guðjón Hauksson, 2. sæti og Siggi Tomm, Íslandsmeistari Öldunga 2023
Helga Friðriksdóttir, 2. sæti, Petrea KR Friðriksdóttir, Íslandsmeistari Öldunga 2023 og Sigrún Ingólfsdóttir 3. sæti.
Siggi Tomm
Guðjón Hauksson, 2. sæti
Helga Friðriksdóttir – 2. sæti
Sigrún Ingólfsdóttir – 3. sæti
Guðmundur Valur Sigurðsson og Matthías Eyjólfsson

Helgi Pjetur

Recent Posts

ÍPS óskar eftir umsóknum í nefndir

Á síðasta píluþingi ÍPS var ákveðið stofnaðar yrði nokkrar nefndir sem hefðu það hlutverk að…

3 dagar ago

Val á landsliði Íslands fyrir WDF World Cup 2025

Kæru pílukastarar og áhugafólk um íþróttina Búið er að velja landsliðs Íslands sem mun taka…

7 dagar ago

Íslandsmeistaramót 501 – 2025 – Úrslit.

Íslandsmeistaramótið í 501 var haldið helgina 15-16. mars. Laugardaginn 15. mars var keppt um Íslandsmeistaratitil…

2 vikur ago

Íslandsmótið í pílukasti 2025 – Beinar útsendingar

Hér má finna allar beinar útsendingar Live Darts Iceland frá Íslandsmótinu í pílukasti. Laugardagur -…

4 vikur ago

Íslandsmót 501 – Riðlar klárir – Karlariðlar í einmenning verða spilaðir bæði á Bullseye og PFR.

Búið er að draga í riðla í Íslandsmótinu í Pílukasti 2025. Hægt er að sjá…

4 vikur ago