Karlar Konur
Riðlar spilaðir Best af 5 Riðlar spilaðir Best af 3
64 manna - Best af 5 16 manna - Best af 5
32 manna - Best af 7 8 manna - Best af 7
16 manna - Best af 7 4 manna - Best af 9
8 manna - Best af 9 Úrslitaleikur Best af 11
4 manna - Best af 11
Úrslitaleikur - Best af 13
Á línu
Leikir byrja á tilsettum tíma. Eftir leik er 7 mínútna pása en þá skal næsti leikur byrja. Sýnum mótsherjum virðingu og mætum á réttum tíma á línu.
Leyfðar eru 6 pílur til upphitunar fyrir leik á línu.
Allskyns læti og hávaða skal takmarka að öllu leiti meðan leikur fer fram.
Ekki er leyfilegt að segja keppanda til um hvaða tölur hann á að kasta í.
Ekki af skrifara, mótsherja né áhorfendum.
Mótstjórn sér ekki um að sækja né kalla keppendur á línu, hver keppandi er ábyrgur fyrir því sjálf/ur að mæta á línu á réttum tíma.
Sá er mætir ekki á línu á réttum tíma tapar sjálfkrafa leiknum.
Riðlar – Föstudagur
Mæta skal að lágmarki 45 mínútum fyrir leik og skrá sig hjá mótsjóra
Leikir byrja kl. 19:00
Fyrrnefndur á riðlablaði byrjar að búlla
Píla sem fer næst búlli byrjar leikinn
Búllið gengur í gegn
Búllað er í leik um sigur eftir 45 pílur
Ef svo kemur upp á í leik að skrifari setur vitlausar tölur inn, skal leiðrétta skrifara áður en keppandi kastar aftur í spjaldið eftir mótherja sínum
Útsláttur – Laugardagur
Mæta skal að lágmarki 45 mínútum fyrir leik og skrá sig hjá mótsjóra
Leikir byrja kl. 10:30
Keppandi sem tapar leik, skal skrifa næsta leik áður en hann hættir/fer
Áætluð riðlaskipting og staðsetning á riðlum/pílukösturum.
Umsókn á boðsmiðum á Masters Vegna tæknilega vandamála þá lá heimasíða ÍPS niðri núna um…
Í laugardaginn, 12.júli, var haldin fjórða undankeppni úrvalsdeildarinnar í pílu í Snooker&Pool í Reykjavík. 31…
Næsta dartung mót, Dartung 3, verður haldið á Akureyri laugardaginn 13. september í aðstöðu Píludeildar…
WDF World Masters 2025 verður haldið í Ungverjalandi, 29. október - 1. nóvember. ÍPS hefur…
Í gær, 29.júni, var haldin þriðja undankeppni úrvalsdeildarinnar í pílu í Reykjanesbæ. 45 leikmenn mættu…