Fréttir

Stigalisti 2021 og val á landsliði Íslands

Stjórn ÍPS hefur ákveðið eftirfarandi breytingar á stigalistum félagsins:

  • Stigalistar ÍPS verða núllstilltir í lok árs 2020. Stigalistinn mun í framhaldi vera rúllandi listi þar sem 12 bestu mótin af þeim 15 sem gefa stig telja
  • Við val á landsliði Íslands verður ávallt farið eftir stigalista sambandsins
  • Stigalistinn verður einnig notaður þegar velja á í öll aukamót sem gætu átt sér stað, sem dæmi mót sem sjónvarpsstöðvar setja á með skömmum fyrirvara
  • Þau mót sem telja munu til stigalista árið 2021 verða eftirfarandi
    -Stigamót ÍPS (12 stigamót)
    -Reykjavík Interntional Games
    -Iceland Open
    -Íslandsmót 501
  • Stigagjöf fyrir eftirfarandi mót verður eftirfarandi:

Reykjavík International Games 2021 verður því fyrsta mótið sem telur til stiga á stigalista 2021 en það er á dagskrá í lok janúar.

Landsliðsverkefni eru 2 á árinu, Nordic Cup sem haldið verður í lok apríl en RIG og Stigamót 1-8 munu gilda við val á landsliði fyrir það verkefni. WDF World Cup er síðan haldið í lok september en RIG, Stigamót 1-12, Iceland Open og Íslandsmót 501 munu gilda við val á landsliði fyrir það verkefni.

Dagatal ÍPS fyrir árið 2021 verður síðan gefið út á næstu dögum.

ipsdart

Recent Posts

Floridana deildin 2025 – 1. umferð – Úrslit

Fyrsta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur sunnudaginn 4.…

2 dagar ago

Íslandsmót unglinga – U23 – U18 – U14

Íslandsmót unglinga verður haldið sunnudaginn 25. maí næstkomandi. Það var ráðgert að hafa íslandsmótið unglinga…

7 dagar ago

Floridana deildin NA – 1. umferð 2025 – Áætluð deildaskipting

Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 1. umferð Floridana deildarinnar NA árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…

2 vikur ago

Úrtakshópur landsliðs 2025 Suður-Kórea

Búið er að velja landsliðsúrtakshóp sem mun keppast um að komast í landslið karla og…

2 vikur ago