Categories: Stigamót

Stigalisti / Stigamót ÍPS – Breytingar

Stjórn ÍPS hefur ákveðið að breyta verklagsreglum varðandi stigalista sambandsins sem og stigamótum.

Stigalisti ÍPS

Stigalisti Íslenska Pílukastsambandsins (ÍPS) hefur verið notaður til röðunar í flest mót ÍPS undanfarin ár. Spilarar sem taka þátt í þessum mótum hafa unnið sér inn stig og er heildarstigalisti ÍPS samsettur af 12 mánaða tímabili í hvert sinn. Þau mót sem gefið hafa stig til stigalista hingað til hafa verið stigamót og Íslandsmót.

Þann 1. júní 2019 mun hlutverk stigalista ÍPS breytast. Hér fyrir neðan koma helstu breytingarnar:

  • Þann 1. júní munu öll stig á stigalista ÍPS falla niður og byrjað verður með nýjan stigalista.
  • Nýi stigalistinn mun verða fyrir allt landið, ekki verður lengur skipt milli landshluta en þó verður áfram skipt milli kynja.
  • Spiluð verða 4 stigamót á Norðurlandi en 8 á Suðurlandi árið 2020. 2 Stigamót á árinu 2019 verða spiluð fyrir norðan og 10 fyrir sunnan.
  • Stigalistinn mun verða notaður til að ákvarða röðun á eftirfarandi mótum ÍPS:
    • Stigamót
    • Íslandsmót 501
    • Íslandsmót 301
    • Íslandsmót Cricket
    • Meistari Meistaranna
    • Lengjubikarinn 2019
    • Lengjan OPEN 2019
    • Undankeppni Íslandsmóts 2020
  • Stigalistinn mun einnig verða notaður til hliðsjónar þegar landsliðsþjálfari velur úrtökuhóp og í framhaldi landslið Íslands fyrir hvert landsliðsverkefni.
  • Til að vera gjaldgengur í úrtakshóp landsliðs Íslands þurfa spilarar að hafa tekið þátt í þremur Stigamótum á 12 mánaða tímabili fyrir næsta landsliðsverkefni. Þessi regla gildir þó ekki um Norðurlandamót 2020 en mun taka gildi fyrir EM 2020.

Stigamót ÍPS

Stigamót ÍPS hafa undanfarin ár verið haldin bæði á Suðurlandi og Norðurlandi fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði. Stigin sem spilarar vinna sér inn á þessum mótum hafa verið notuð til að mynda stigalista ÍPS. Með breyttu fyrirkomulagi á stigalista ÍPS munu stigamótin einnig breytast en hér fyrir neðan koma helstu breytingar. Þessar breytingar taka gildi 1. júní 2019 en engin stigamót verða haldin í júní og júlí í ár.

  • Stigamót ÍPS verða nú ekki lengur haldin fyrsta fimmutdag hvers mánaðar. Nákvæma dags- og staðsetningu fyrir 2019 má sjá á dagatali sambandsins hér: www.dart.is/calendar
  • Spiluð verða 2 Stigamót sama dag.
  • Fyrirkomulag Stigamóta breytist einnig en spilaður er beinn útsláttur, best af 9 leggjum alla leið, bæði hjá körlum og konum
  • Raðað er í mótið skv stigalista ÍPS og allir leikir tímasettir
  • Fyrra mótið hefst kl. 11 og seinna mótið um kl. 15
  • Áfram verður kynjaskipt í Stigamótum.
  • Skráning lýkur á miðnætti fimmtudags fyrir hvert Stigamót.
  • Þátttökugjald í hvert stigamót verður 1.500kr.
ipsdart

Share
Published by
ipsdart

Recent Posts

Floridana deildin 2025 – 1. umferð – Úrslit

Fyrsta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur sunnudaginn 4.…

2 dagar ago

Íslandsmót unglinga – U23 – U18 – U14

Íslandsmót unglinga verður haldið sunnudaginn 25. maí næstkomandi. Það var ráðgert að hafa íslandsmótið unglinga…

7 dagar ago

Floridana deildin NA – 1. umferð 2025 – Áætluð deildaskipting

Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 1. umferð Floridana deildarinnar NA árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…

2 vikur ago

Úrtakshópur landsliðs 2025 Suður-Kórea

Búið er að velja landsliðsúrtakshóp sem mun keppast um að komast í landslið karla og…

2 vikur ago