Stigamót 1-4 verða haldin helgina 17-18. apríl næstkomandi í aðstöðu PFR að Tangarhöfða 2.
Stigamót 1 verður haldið laugardaginn 17. apríl kl. 11:00 og Stigamót 2 fylgir í kjölfarið og er áætlað að það hefjist kl. 15:00.
Stigamót 3 hefst sunnudaginn 18. apríl kl. 11:00 og Stigamót 4 fylgir í kjölfarið og er áætlað að það hefjist um kl. 15:00
Nýtt regluverk varðandi stigamótin hefur einnig verið gefið út og má sjá það hér: Regluverk Stigamót 2021
Skráningarfrestur í öll mót er til föstudagsins 16. apríl kl. 20:00 og þarf að staðfesta skráningu og greiða að lágmarki klukkutíma fyrir upphaf hvers móts. Hægt verður að greiða á staðnum. Þátttökugjald í hvert mót er 2.000kr.
Grímuskylda er fyrir alla nema keppendur í leik. Munum að halda fjarlægð eins og kostur er og huga að okkar persónulegum sóttvörnum.
Skráða keppendur má sjá HÉR
Skráning hér fyrir neðan:
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 6. umferð Floridana deildarinnar árið 2024. Fyrirkomulag uppröðunnar er…
4. umferð DartUng mótaraðarinnar í samvinnu við PingPong.is fór fram í aðstöðu Píludeildar Þórs á…
Íslandsmótið í 501 tvímenning fór fram síðastliðinn sunnudag á Bullseye Reykjavík en um 100 manns…
5. og næstsíðasta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og í aðstöðu Píludeildar…
Íslandsmótið í 301 árið 2024 fór fram í aðstöðu Píludeildar Þórs helgina 5-6 október síðastliðinn.…