Stigamót 1-4 verða haldin helgina 17-18. apríl næstkomandi í aðstöðu PFR að Tangarhöfða 2.

Stigamót 1 verður haldið laugardaginn 17. apríl kl. 11:00 og Stigamót 2 fylgir í kjölfarið og er áætlað að það hefjist kl. 15:00.
Stigamót 3 hefst sunnudaginn 18. apríl kl. 11:00 og Stigamót 4 fylgir í kjölfarið og er áætlað að það hefjist um kl. 15:00

Nýtt regluverk varðandi stigamótin hefur einnig verið gefið út og má sjá það hér: Regluverk Stigamót 2021

Skráningarfrestur í öll mót er til föstudagsins 16. apríl kl. 20:00 og þarf að staðfesta skráningu og greiða að lágmarki klukkutíma fyrir upphaf hvers móts. Hægt verður að greiða á staðnum. Þátttökugjald í hvert mót er 2.000kr.

Grímuskylda er fyrir alla nema keppendur í leik. Munum að halda fjarlægð eins og kostur er og huga að okkar persónulegum sóttvörnum.

Skráða keppendur má sjá HÉR

Skráning hér fyrir neðan:

ipsdart

Share
Published by
ipsdart

Recent Posts

WDF World Masters 2024

World Darts Federation (WDF) heldur 3 mót dagana 9-13 október næstkomandi í Búdapest, Ungverjalandi. Mótin…

14 klukkustundir ago

U18 á WDF Europe Cup Youth í Riga – Lettlandi

U18 landsliðhópurinn lagði land undir fót í morgun og eru nú stödd í Riga, Lettlandi,…

1 vika ago

Ísland með besta árangur á Norðurlandamóti WDF síðan 1994

Norðurlandamót WDF (WDF Nordic Cup 2024) fór fram á Bullseye Reykjavík dagana 23.-25. maí 2024.…

1 mánuður ago

Stúlkna- og drengjalandslið valin

Brynja Herborg, landsliðsþjálfari stúlkna U18, og Pétur Rúðrik Guðmundsson, landsliðsþjálfari drengja U18 hafa valið þá…

2 mánuðir ago