Stigamót 5&6 verða haldin í aðstöðu Pílufélags Reykjanesbæjar, Keilisbraut 755, Ásbrú laugardaginn 7. september. Stigamót 5 hefst kl. 11:00 og hefst stigamót 6 um kl. 15.
Stigamót 7 verður haldið í aðstöðu Pílufélags Reykjanesbæjar sunnudaginn 8. september. Fyrsta Undankeppni Íslandsmóts 2020 verður haldin eftir Stigamót 7. Stigamót 7 hefst kl. 11:00 og Undankeppnin um kl. 15:00.
———
Stigamót ÍPS hafa undanfarin ár verið haldin bæði á Suðurlandi og Norðurlandi fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði. Stigin sem spilarar vinna sér inn á þessum mótum hafa verið notuð til að mynda stigalista ÍPS. Með breyttu fyrirkomulagi á stigalista ÍPS munu stigamótin einnig breytast en hér fyrir neðan koma helstu breytingar.
————–
Fyrsta undankeppnin fyrir Íslandsmótið 2020 verður haldið í aðstöðu Pílufélags Reykjanesbæjar sunnudaginn 8. september.
Þetta er fyrsta undankeppnin af fjórum. 4 efstu karlar í hverri undankeppni komast beint inn í 32 manna útslátt Íslandsmóts 501 árið 2020 og sleppa við riðlakeppni. Eins komast 2 efstu konur í hverri undankeppni beint inn í 16 manna útslátt.
Spilafyrirkomulag í undankeppninni er beinn útsláttur, best af 9 alla leið hjá konum og körlum. Raðað er í undankeppnina eftir stigalista ÍPS.
Þeir aðilar sem tryggja sér þátttökurétt hafa ekki rétt á að taka þátt í fleiri undankeppnum enda hafa þeir þegar tryggt sér þátttökurétt.
Eftir þessar fjórar undankeppnir verða 16 spilarar í karlaflokki og 8 í kvennaflokki sem sleppa við riðlakeppni og er þeim raðað eftir stigalista ÍPS inn í útsláttinn.
Stjórn ÍPS vill minna á að skráning á íslandsmót ungmenna í 501 er í fullum…
Stjórn ÍPS vill minna á Grand Prix 2025 sem haldið verður laugardaginn 17. Maí í…
Haraldur Birgisson (Halli Birgis) unglingalandsliðsþjálfari hefur nú valið U-18 landslið drengja og stúlkna sem mun…
Íslandsmót ungmenna 2025 í 501 verður haldið 24.maí á Bullseye, Snorrabraut Húsið opnar kl 10:00…
Önnur umferðin í Dartung var haldið þann 3 maí í aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur. 40 börn…
Búið er að opna fyrir skráningu á Grand Prix 2025 sem verður haldið 17. Maí…