Stigamót 8 og 9 voru haldin hjá Pílukastfélagi Reykjavíkur laugardaginn 5. október. Stigamótin eru notuð til að raða á stigalista ÍPS en listinn er notaður á flestum mótum sambandsins og tekur landsliðsþjálfari mið af listanum þegar úrtökuhópar eru valdir fyrir landsliðsverkefni.
Stigamót 8
Alls voru 15 karlar og 5 konur skráðar til leiks. Til úrslita spiluðu Þröstur Ingimarsson hjá PR og Karl Helgi Jónsson hjá PFR. Úrslitaleikurinn fór í oddalegg en það var Þröstur sem tók út og tryggði sigurinn. Þröstur var með 66.0 í meðaltal í úrslitaleiknum en Karl 65,1.
Í kvennaflokki sigraði Þórey Ósk Gunnarsdóttir en hún vann Diljá Töru Helgadóttur 5-2 í úrslitaleiknum. Þórey var með 44,5 í meðaltal en Diljá 41,8.
Stigamót 9
Stigamót 9 var haldið sama dag en 20 spilarar voru skráðir í karlaflokki og 6 í kvennaflokki. Til úrslita spiluðu Vitor Charrua hjá PFR og Matthías Örn Friðriksson hjá PG. Vitor sigraði 5-2 með meðaltalið 68,7 en Matthías var með sama meðaltal.
Í kvennaflokki sigraði María Steinunn Jóhannesdóttir en hún sigraði Petreu Kr. Friðriksdóttur 5-0 í úrslitaleiknum. María var með 49,8 í meðaltal en Petrea 44,0.
Undankeppni Íslandsmóts 2020
Önnur undankeppni Íslandsmóts 2020 fór fram sunnudaginn 6. október. Í fyrstu undankeppninni tryggðu sig inn Bjarni Sigurðsson hjá Píludeild Þórs, Eyjólfur Agnar Gunnarsson hjá PR, Þröstur Ingimarsson hjá PR og Þorgeir Guðmundsson hjá PFR. Í kvennaflokki voru það Petrea Kr. Friðriksdóttir hjá PFR og Arna Rut Gunnlaugsdóttir hjá PFR sem tryggði sig inní útsláttarhluta Íslandsmótsins.
Í dag bættust við í hópinn Matthías Örn Friðriksson hjá PG, Karl Helgi Jónsson hjá PFR, Sigurgeir Guðmundsson hjá PA og Guðmundur Valur Sigurðsson hjá PG. Í kvennaflokki voru það Þórey Ósk Gunnarsdóttir hjá PFR og María Steinunn Jóhannsdóttir hjá PFR sem tryggðu sig inn.
Eftir mót helgarinnar situr Matthías Örn Friðriksson (PG) í efsta sæti í karlaflokki og Petrea Kr. Friðriksdóttir (PFR) í kvennaflokki.
Seinustu stigamót ársins 2019 verða haldin hjá Píludeild Þórs helgina 9-10. nóvember. Sunnudaginn 10. nóvember verður einnig haldin þriðja undankeppni Íslandsmóts 2020.
Fyrsta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur sunnudaginn 4.…
Íslandsmót unglinga verður haldið sunnudaginn 25. maí næstkomandi. Það var ráðgert að hafa íslandsmótið unglinga…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 1. umferð Floridana deildarinnar NA árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…
Búið er að velja landsliðsúrtakshóp sem mun keppast um að komast í landslið karla og…