Categories: Fréttir

Stjórnarfundur 1.9.2019

Stjórn ÍPS hittist á stjórnarfundi þann 1. september og þar voru eftirfarandi mál afgreidd:

Samþykkt var að veita Garðari Magnússyni 10 stig á stigalista ÍPS vegna mistaka við skráningu í Stigamót 3. Einnig var samþykkt að breyta stigagjöf vegna leiks Þórey Óskar Gunnarsdóttur og Ingibjargar Magnúsdóttur en sá leikur fór fram í 16 manna úrslitum en hefði átt að spilast í 8 manna úrslitum. Þórey fær því 10 stig í staðinn fyrir 6 stig.

Ákveðið var að breyta aftur dagsetningum á stigamótum og undankeppni íslandsmóts. Allar dagsetningar stigamóta og undankeppni Íslandsmóts má sjá á dagatali sambandsins. Hér fyrir neðan má sjá helstu breytingar:

  • Stigamót 7 fer fram sunnudaginn 8. september hjá Pílufélagi Reykjanesbæjar. Fyrsta undankeppni Íslandsmóts fer fram seinna sama dag.
  • Stigamót 10 og 11 fara fram laugardaginn 9. nóvember hjá Píludeild Þórs. Stigamót 12 fer fram sunnudaginn 10. nóvember hjá Píludeild Þórs. Seinna þann dag fer síðan fram þriðja undankeppni Íslandsmóts.

Stefnt er að halda auka aðalfund fyrstu helgina í október. Nákvæm dagsetning verður auglýst síðar.

Alla fundargerðina má nálgast undir Um ÍPS – Fundargerðir

ipsdart

Recent Posts

Dartung – Breytingar á dagsetningum

Það kom ábending um að hafa ekki Dartung á sömu helgum og Floridana mótaröðin og…

3 dagar ago

ÍPS óskar eftir umsóknum í Barna- og unglingaráð

Það hefur verið mikil gróska í unglingastarfi hjá aðildarfélögum ÍPS og vöxtur undanfarinna ára er…

1 vika ago

RIG – Úrslit

Úrslitin í RIG réðust á laugardinn 25. janúar þar sem Hörður Guðjónsson og Sigurður Helgi…

1 vika ago

Úrslit – Íslandsmót Öldunga

Íslandsmót öldunga var haldið 18. janúar síðstliðin. Í karlaflokki vann Hallgrímur Egilsson (Pílukastfélagi Reykjavíkur) hann…

1 vika ago

RIG – Spilafyrirkomulag, áætluð riðlaskipting og staðsetning á riðlum/pílukösturum.

Karlar Konur Riðlar spilaðir Best af 5 Riðlar spilaðir Best af 3 64 manna -…

2 vikur ago