Categories: Fréttir

Stjórnarfundur 1.9.2019

Stjórn ÍPS hittist á stjórnarfundi þann 1. september og þar voru eftirfarandi mál afgreidd:

Samþykkt var að veita Garðari Magnússyni 10 stig á stigalista ÍPS vegna mistaka við skráningu í Stigamót 3. Einnig var samþykkt að breyta stigagjöf vegna leiks Þórey Óskar Gunnarsdóttur og Ingibjargar Magnúsdóttur en sá leikur fór fram í 16 manna úrslitum en hefði átt að spilast í 8 manna úrslitum. Þórey fær því 10 stig í staðinn fyrir 6 stig.

Ákveðið var að breyta aftur dagsetningum á stigamótum og undankeppni íslandsmóts. Allar dagsetningar stigamóta og undankeppni Íslandsmóts má sjá á dagatali sambandsins. Hér fyrir neðan má sjá helstu breytingar:

  • Stigamót 7 fer fram sunnudaginn 8. september hjá Pílufélagi Reykjanesbæjar. Fyrsta undankeppni Íslandsmóts fer fram seinna sama dag.
  • Stigamót 10 og 11 fara fram laugardaginn 9. nóvember hjá Píludeild Þórs. Stigamót 12 fer fram sunnudaginn 10. nóvember hjá Píludeild Þórs. Seinna þann dag fer síðan fram þriðja undankeppni Íslandsmóts.

Stefnt er að halda auka aðalfund fyrstu helgina í október. Nákvæm dagsetning verður auglýst síðar.

Alla fundargerðina má nálgast undir Um ÍPS – Fundargerðir

ipsdart

Recent Posts

WDF World Masters 2024

World Darts Federation (WDF) heldur 3 mót dagana 9-13 október næstkomandi í Búdapest, Ungverjalandi. Mótin…

14 klukkustundir ago

U18 á WDF Europe Cup Youth í Riga – Lettlandi

U18 landsliðhópurinn lagði land undir fót í morgun og eru nú stödd í Riga, Lettlandi,…

1 vika ago

Ísland með besta árangur á Norðurlandamóti WDF síðan 1994

Norðurlandamót WDF (WDF Nordic Cup 2024) fór fram á Bullseye Reykjavík dagana 23.-25. maí 2024.…

1 mánuður ago

Stúlkna- og drengjalandslið valin

Brynja Herborg, landsliðsþjálfari stúlkna U18, og Pétur Rúðrik Guðmundsson, landsliðsþjálfari drengja U18 hafa valið þá…

2 mánuðir ago