Stjórn ÍPS hittist á stjórnarfundi þann 1. september og þar voru eftirfarandi mál afgreidd:
Samþykkt var að veita Garðari Magnússyni 10 stig á stigalista ÍPS vegna mistaka við skráningu í Stigamót 3. Einnig var samþykkt að breyta stigagjöf vegna leiks Þórey Óskar Gunnarsdóttur og Ingibjargar Magnúsdóttur en sá leikur fór fram í 16 manna úrslitum en hefði átt að spilast í 8 manna úrslitum. Þórey fær því 10 stig í staðinn fyrir 6 stig.
Ákveðið var að breyta aftur dagsetningum á stigamótum og undankeppni íslandsmóts. Allar dagsetningar stigamóta og undankeppni Íslandsmóts má sjá á dagatali sambandsins. Hér fyrir neðan má sjá helstu breytingar:
Stefnt er að halda auka aðalfund fyrstu helgina í október. Nákvæm dagsetning verður auglýst síðar.
Alla fundargerðina má nálgast undir Um ÍPS – Fundargerðir
Íslandsmótið í 501 tvímenning fór fram síðastliðinn sunnudag á Bullseye Reykjavík en um 100 manns…
Hér má finna allar beinar útsendingar Live Darts Iceland frá Íslandsmótinu í 501 en í…
5. og næstsíðasta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og í aðstöðu Píludeildar…
Hér má finna allar beinar útsendingar Live Darts Iceland frá Floridana deildinni í pílukasti. Leikir…