Fréttir

Stjórnarfundur ÍPS 18.2.2021

ÍPS hélt stjórnarfund þann 18.2.2021 og voru teknar eftirfarandi ákvarðanir

  1. Íslandsmótið í Cricket verður haldið dagana 12-14 mars á Akureyri í aðstöðu Píludeildar Þórs að Laugargötu 4. Tvímenningur verður spilaður á föstudag (beinn útsláttur), riðlakeppni í einmenning á laugardag og útsláttarkeppni í einmenning á sunnudag. Vegna fjöldatakmarkana verður skráning í tvímenning takmörkuð við 24 lið. Auglýsing um mótið verður gefin út á næstu dögum.
  2. Stigamótum sambandsins verður frestað um óákveðinn tíma vegna COVID en búið er að fresta WDF Nordic Cup og líklegt verður að teljast að WDF World Cup sem halda á í september verði frestað líka. ÍPS vill einnig gefa aðildarfélögum sínum tækifæri til að nýta þessar helgar og halda mót á sínum vegum í staðinn.
  3. Iceland Open og Íslandsmótið í pílukasti verða haldin á Bullseye þar sem ÍPS telur ekkert aðildarfélag með nægilega stóra aðstöðu til að taka á móti þeim fjölda sem líklegt er að verði á mótunum. Ekki var tekin ákvörðun um hvar Íslandsmótið í 301 og Íslandsmót unglinga 2021 verður haldið en það verður gert síðar.

Uppfært dagatal ÍPS lítur því svona út:

ipsdart

Recent Posts

UK4 – Reykjavík – Úrvalsdeildin 2025 – Úrslit

Í laugardaginn, 12.júli, var haldin fjórða undankeppni úrvalsdeildarinnar í pílu í Snooker&Pool í Reykjavík. 31…

3 klukkustundir ago

Dartung 3 verður haldið á Akureyri

Næsta dartung mót, Dartung 3, verður haldið á Akureyri laugardaginn 13. september í aðstöðu Píludeildar…

1 vika ago

Umsókn fyrir boðsmiða á WDF Masters

WDF World Masters 2025 verður haldið í Ungverjalandi, 29. október - 1. nóvember. ÍPS hefur…

2 vikur ago

UK3 – Reykjanesbær – Úrvalsdeildin 2025 – Úrslit

Í gær, 29.júni, var haldin þriðja undankeppni úrvalsdeildarinnar í pílu í Reykjanesbæ. 45 leikmenn mættu…

2 vikur ago

UK2 – Akureyri – Úrvalsdeildin 2025 – Úrslit

Í gær, 19.júni, var haldin önnur undankeppni úrvalsdeildarinnar í pílu á Akureyri. 42 leikmenn mættu…

3 vikur ago