Fréttir

U18 ára landsliðið karla æfir á Akureyri

Í dag fór fram landsliðsæfing hjá U18 ára afrekshópi ÍPS í píluaðstöðu Þórs á Akureyri. 8 drengir voru mættir á æfingu hjá Pétri Rúðrik Guðmundssyni, landsliðsþjálfara karla U18 ára.  

Framundan hjá U18 landsliðinu er Evrópumótið í Pílukasti sem verður haldið í Austurríki dagana 5. – 8. júlí nk.

Þar að auki voru þau Pétur Rúðrik og Brynja Herborg með námskeið fyrir áhugasama krakka á aldrinum 10-18 ára sem komu og kynntu sér pílukast undir leiðsögn landsliðsþjálfara.  Alls mættu yfir 50 krakkar á námskeiðin og því ljóst að áhuginn á pílukasti á norðurlandi hefur aldrei verið meiri en nú.

Grillvagn frá DJ grill á Akureyri var á staðnum og bauð upp á hamborgaraveislu fyrir alla.  Píludeild Þór hélt svo lauflétt skemmtimót fyrir krakkana þar sem veglegir vinningar voru í boði.

Myndir af verðlaunahöfum:

Fleiri myndir frá deginum:

Helgi Pjetur

Recent Posts

Íslandsmót ungmenna 2025 – Beinar útsendingar

Hér má finna allar beinar útsendingar Live Darts Iceland frá Íslandsmóti ungmenna 2025: Streymi 1:…

15 klukkustundir ago

Íslandsmót ungmenna 2025 (501) – U23,U18, U14 – Síðasti séns að skrá sig

Íslandsmót ungmenna 2025 í 501 verður haldið á morgun og rennur fresturinn út til að…

2 dagar ago

Íslandsmót ungmenna 2025 – Tilkynning – Villa við skráningu í U23 flokk

Villa fannst á skráningarforminu fyrir Íslandsmót ungmenna í flokki U23 bæði í karla og kvennaflokki…

4 dagar ago

Grand Prix 2025 – Úrslit

Grand Prix 2025 var haldið laugardaginn 17. maí í aðstöðu PFR að Tangarhöfða 2. 39…

5 dagar ago

Íslandsmót ungmenna Íslandsmót ungmenna (501) U23-U18-U14 – Áminning

Stjórn ÍPS vill minna á að skráning á íslandsmót ungmenna í 501 er í fullum…

1 vika ago

Grand Prix 2025 – Áminning/tilkynning

Stjórn ÍPS vill minna á Grand Prix 2025 sem haldið verður laugardaginn 17. Maí í…

2 vikur ago