Í dag fór fram landsliðsæfing hjá U18 ára afrekshópi ÍPS í píluaðstöðu Þórs á Akureyri. 8 drengir voru mættir á æfingu hjá Pétri Rúðrik Guðmundssyni, landsliðsþjálfara karla U18 ára.
Framundan hjá U18 landsliðinu er Evrópumótið í Pílukasti sem verður haldið í Austurríki dagana 5. – 8. júlí nk.
Þar að auki voru þau Pétur Rúðrik og Brynja Herborg með námskeið fyrir áhugasama krakka á aldrinum 10-18 ára sem komu og kynntu sér pílukast undir leiðsögn landsliðsþjálfara. Alls mættu yfir 50 krakkar á námskeiðin og því ljóst að áhuginn á pílukasti á norðurlandi hefur aldrei verið meiri en nú.
Grillvagn frá DJ grill á Akureyri var á staðnum og bauð upp á hamborgaraveislu fyrir alla. Píludeild Þór hélt svo lauflétt skemmtimót fyrir krakkana þar sem veglegir vinningar voru í boði.
Í laugardaginn, 12.júli, var haldin fjórða undankeppni úrvalsdeildarinnar í pílu í Snooker&Pool í Reykjavík. 31…
Næsta dartung mót, Dartung 3, verður haldið á Akureyri laugardaginn 13. september í aðstöðu Píludeildar…
WDF World Masters 2025 verður haldið í Ungverjalandi, 29. október - 1. nóvember. ÍPS hefur…
Í gær, 29.júni, var haldin þriðja undankeppni úrvalsdeildarinnar í pílu í Reykjanesbæ. 45 leikmenn mættu…
Í gær, 19.júni, var haldin önnur undankeppni úrvalsdeildarinnar í pílu á Akureyri. 42 leikmenn mættu…