Aðal

U18 landsliðið valið

U18 ára landsliðsþjálfarar Íslands hafa valið þá 6 pílukastara sem munu keppa fyrir hönd Íslands á WDF Europe Cup Youth 2023 í Austurríki 5. – 8. júlí nk. Fjórir drengir keppa fyrir hönd Íslands og tvær stúlkur.

Brynja Herborg landsliðsþjálfari U18 kvenna valdi þær Emilíu Rós Hafdal Kristinsdóttur (PFH) og Birnu Rós Daníelsdóttur (PR).

Drengirnir fjórir sem Pétur Rúðrik Guðmundsson, landsliðsþjálfari U18 karla, valdi eru þeir Gunnar Guðmundsson (PS), Tristan Ylur Guðjónsson (Þór), Snæbjörn Þorbjörnsson (Þór) og Axel James Wright (PG)

Ég stóð frammi fyrir lúxusvandamáli sem ég hef sjaldan þurft að glíma við, en það er að margir gerðu tilkall til landsliðsins og var valið því mjög erfitt. Ég er gríðalega stoltur og ánægður með allan afrekshópinn hjá strákunum, þeir eru allir góðir í pílukasti og ef þeir æfa sig vel áfram þá er enginn vafi í mínum huga að þeir muni allir standa sig vel í íþróttinni

Pétur Rúðrik Guðmundsson, landsliðsþjálfari U18 karla

ÍPS óskar þessum efnilegu pílukösturum góðs gengis í sumar og við munum að sjálfsögðu flytja fréttir af þeim og deila skemmtilegu efni á samfélagsmiðlum. ÁFRAM ÍSLAND!

Helgi Pjetur

Recent Posts

Íslandsmót ungmenna Íslandsmót ungmenna (501) U23-U18-U14 – Áminning

Stjórn ÍPS vill minna á að skráning á íslandsmót ungmenna í 501 er í fullum…

3 dagar ago

Grand Prix 2025 – Áminning/tilkynning

Stjórn ÍPS vill minna á Grand Prix 2025 sem haldið verður laugardaginn 17. Maí í…

5 dagar ago

Val á U-18 ára landsliði Íslands

Haraldur Birgisson (Halli Birgis) unglingalandsliðsþjálfari hefur nú valið U-18 landslið drengja og stúlkna sem mun…

7 dagar ago

Íslandsmót ungmenna (501) U23-U18-U14 – Opið fyrir skráningu

Íslandsmót ungmenna 2025 í 501 verður haldið 24.maí á Bullseye, Snorrabraut Húsið opnar kl 10:00…

2 vikur ago

Dartung 2 – Úrslit

Önnur umferðin í Dartung var haldið þann 3 maí í aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur. 40 börn…

2 vikur ago

Grand Prix 2025 – Opið fyrir skráningu

Búið er að opna fyrir skráningu á Grand Prix 2025 sem verður haldið 17. Maí…

2 vikur ago