Fréttir

UK1 – Grindavík – Úrvalsdeildin 2025 – Úrslit

Fyrr í dag, 14.júni, var haldin fyrsta undankeppni úrvalsdeildarinnar í pílu í Grindavík. 23 leikmenn mættu til leiks en í húfi var keppnisréttur í úrvalsdeildinni en sigurvegari mótsins fær sæti í því móti.

Byrjað var að spila í fjórum 5-6 manna riðlum og komust fjórir efstu í hverjum riðli áfram. Eftir riðlakeppnina var farið í útsláttarkeppni en 16 manns komust áfram í útsláttin og var spilað þar til eingöngu tveir voru eftir.

Leikmennirnir sem mættust í úrslitunum voru Gunnar Hafsteinn Ólafsson (Gunni Hó) PFA og Karl Helgi Jónsson PFR. Enduðu leikar þannig að Gunni Hó sigraði Karl Helga 5-0. Úrslitaleikurinn var mjög jafn þrátt fyrir úrslitin en Karl Helgi var að fara illa með útskotstilrauninar sínar á meðan Gunni nýtti sín tækifæri mjög vel.

Viljum við í stjórn ÍPS óska Gunna Hó innilega til hamingju með sigurinn og sætið sitt í úrvalsdeildinni og viljum minna á næstu undankeppni sem verður haldin á Akureyri næsta fimmtudag (19. júní) en opið er fyrir skráningu á heimasíðu ÍPS.

Leikmenn komnir með keppnisrétt.

Júlíus Helgi Bjarnason

Recent Posts

Dartung 3 verður haldið á Akureyri

Næsta dartung mót, Dartung 3, verður haldið á Akureyri laugardaginn 13. september í aðstöðu Píludeildar…

2 dagar ago

Umsókn fyrir boðsmiða á WDF Masters

WDF World Masters 2025 verður haldið í Ungverjalandi, 29. október - 1. nóvember. ÍPS hefur…

1 vika ago

UK3 – Reykjanesbær – Úrvalsdeildin 2025 – Úrslit

Í gær, 29.júni, var haldin þriðja undankeppni úrvalsdeildarinnar í pílu í Reykjanesbæ. 45 leikmenn mættu…

1 vika ago

UK2 – Akureyri – Úrvalsdeildin 2025 – Úrslit

Í gær, 19.júni, var haldin önnur undankeppni úrvalsdeildarinnar í pílu á Akureyri. 42 leikmenn mættu…

3 vikur ago

UK2 – Bein útsending

Hér má finna beinar útsendingar Live Darts Iceland frá Píludeild Þórs en þar fer fram…

3 vikur ago