Fréttir

UK3 – Reykjanesbær – Úrvalsdeildin 2025 – Úrslit

Í gær, 29.júni, var haldin þriðja undankeppni úrvalsdeildarinnar í pílu í Reykjanesbæ. 45 leikmenn mættu til leiks en í húfi var keppnisréttur í úrvalsdeildinni en sigurvegari mótsins fær sæti í því móti.

Byrjað var að spila í fjórum 5-6 manna riðlum og komust fjórir efstu í hverjum riðli áfram. Eftir riðlakeppnina var farið í útsláttarkeppni en 32 manns komust áfram í útsláttin og var spilað þar til eingöngu tveir voru eftir.

Leikmennirnir sem mættust í úrslitunum voru Davíð Svansson (PFR) og Guðni Þór Sigurjónsson (Pílufélag Vopnafjarðar). Enduðu leikar þannig að Davíð sigraði Guðna 5-1. Úrslitaleikurinn byrjaði frekar brösulega þar sem báðir leikmenn áttu erfitt með klára útskotin en Guðni Þór tók hann þó að lokum. Eftir fyrsta legginn hrökk Davíð í gang og henti í 17 pílna legg í næsta legg og jafnaði 1-1 en Davíð náði að halda þessu formi út leikinn og vann næstu 4 leggi og kórónaði flottan leik með 16 pílna legg í síðasta legg leiksins. Guðni Þór stóð sig vel í leiknum, sérstaklega í síðustu þremur leggjunum þar sem hann var að ná að halda í við Guðna í skorinu en Davíð var virkilega góður í útskotunum í þessum leik og gaf lítið af sénsum.

Viljum við í stjórn ÍPS óska Davíð innilega til hamingju með sigurinn og sætið sitt í úrvalsdeildinni og viljum minna á næstu undankeppni sem verður haldin í Reykjavík í aðstöðu Snóker&Pool, næsta laugardaginn 12. júlí en opið er fyrir skráningu á heimasíðu ÍPS.

Leikmenn komnir með keppnisrétt.

Júlíus Helgi Bjarnason

Recent Posts

Boð á Píluþing Íslenska Pílukastsambandsins 2026

Stjórn Íslenska Pílukastsambandsins boðar hér með til árlegs Píluþings, sem haldið verður Laugardaginn 10. janúar…

6 dagar ago

Úrvalsdeild kvöld 3 – 8 nóvember

Það er ekki hægt að segja að 3 kvöldið í úrvalsdeildinni hafi boðið upp á…

3 vikur ago

Stigameistarar 2025

Stigameistari 2025 Stigameistari karla með 107 stig söfnuð yfir árið er enginn annar en Alexander…

4 vikur ago

Floridana – 6. Umferð – Úrslit

Kristaldeild 6. umferð Floridana 1. Sæti - Alexander Veigar Þorvaldsson2. Sæti - Hörður Þór Guðjónsson3-4.…

4 vikur ago

Úrvalsdeild kvöld 2 – 1 nóvember

Það var svokallaður Reykjavíkurslagur í úrslitaleiknum á kvöldi 2 í Úrvalsdeildinni sem var haldin í…

4 vikur ago

Floridana 6. umferð – Útsendingar

Hægt er að fylgjast með útsendingum Lokaumferð Floridana deildarinnar á streymi Live Darts Iceland Reykjavíkurdeildin:…

4 vikur ago