Með auknum áhuga á pílukasti fjölgar þeim störfum sem ÍPS þarf að sinna og óskar sambandið því eftir sjálfboðaliðum í eftirfarandi nefndir og ráð á vegum sambandsins. Þessar nefndir munu starfa fram að næsta aðalfundi ÍPS og aðstoða stjórn sambandsins við þau fjölmörgu verkefni sem framundan eru til að íþróttin haldi áfram að vaxa og dafna.
Hægt er að sækja um setu í eftirfarandi nefndum/ráðum og sækja má um fleiri en eitt í umsókninni:
Barna- og unglingaráð: Þetta ráð mun halda utan um allt unglingastarf sambandsins í samvinnu með landsliðsþjálfara þar á meðal mótadagskrá, landsliðsverkefni, fjáraflanir ofl. Unglingastarf ÍPS er nýtt af nálinni og mikilvægt að halda vel utan um yngstu iðkenndur íþróttarinnar.
Mótanefnd: Mótanefnd vinnur með stjórn ÍPS að dagatali sambandsins, niðurröðun móta og skipulagningu þeirra. Hún verður hluti af mótstjórn og mun einnig vinna með markaðsnefnd í skipulagningu á stærri mótum sambandsins (RIG, Iceland Open). Mótanefnd sér einnig um myndatöku og fréttaskrif um öll mót sambandsins á heimasíðu sambandsins.
Aganefnd: Aganefnd mun taka fyrir öll agamál sem koma á borð sambandsins. Nefndin mun yfirfara núverandi regluverk agamála og koma með tillögur að breytingum. Nefndin mun einnig koma með tillögur að verklagi sem gerir keppendum sem telja að reglur hafi verið brotnar auðvelt að tilkynna þær. Nefndin mun að auki dæma eftir því regluverki sem sett verður á í samstarfi við stjórn sambandsins.
Markaðsnefnd: Markaðsnefnd vinnur að því að sækja styrktaraðila fyrir sambandið, býr til heildarstefnu varðandi verðlaun á mótum sambandsins, passar að halda góðum tengslum við alla styrktaraðila og passar að sambandið sé að virða þá samninga sem það gerir. Nefndin heldur einnig utan um öll tengsl við íslenska fréttamiðla og sjónvarpsstöðvar og ýtir á að fá meiri umfjöllun um pílukast.
Landsliðsnefnd: Landsliðsnefnd vinnur náið með landsliðsþjálfara og heldur utan um allt sem viðkemur landsliðum Íslands í meistaraflokki karla og kvenna. Verkefnin sem um ræðir eru m.a. skráning landsliða í mót, bókun á flugi og hóteli, val á landsliðsfatnaði ofl. Nefndin vinnur einnig með markaðsnefnd við að kynna landslið Íslands á heimasíðu sambandsins og samfélagsmiðlum og halda góðum tengslum við fréttamiðla því tengt.
Hægt er að sækja um sæti í þessum nefndum hér að neðan. Umsóknarfrestur er til 30. maí
Fyrsta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur sunnudaginn 4.…
Íslandsmót unglinga verður haldið sunnudaginn 25. maí næstkomandi. Það var ráðgert að hafa íslandsmótið unglinga…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 1. umferð Floridana deildarinnar NA árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…
Búið er að velja landsliðsúrtakshóp sem mun keppast um að komast í landslið karla og…