Categories: Íslandsmót

Undankeppni Íslandsmóts 2020

Íslandsmót 501 er stærsta pílumót ÍPS á hverju ári og eru Íslandsmeistarar karla og kvenna krýndir ásamt Íslandsmeisturum í tvímenningi karla og kvenna. Íslandsmót 2019 var haldið fyrstu helgina í maí með sama fyrirkomulagi og hefur verið undanfarin ár. Íslandsmót 2020 mun hinsvegar verða með breyttu fyrirkomulagi og hér fyrir neðan koma helstu breytingar:

  1. Undankeppnir Íslandsmóts 2020 verða haldnar sunnudaginn 8. september 2019 í Reykjanesbæ, sunnudaginn 6. október 2019 á Akureyri, sunnudaginn 10. nóvember 2019 í Reykjavík og sunnudaginn 1. desember 2019 í Grindavík.
  2. 4 efstu karlar í hverri undankeppni komast beint inn í 32 manna útslátt Íslandsmóts 501 árið 2020 og sleppa við riðlakeppni. Eins komast 2 efstu konur í hverri undankeppni beint inn í 16 manna útslátt.
  3. Spilafyrirkomulag í undankeppninni er beinn útsláttur, best af 9 alla leið hjá konum og körlum. Raðað er í undankeppnina eftir stigalista ÍPS.
  4. Þeir aðilar sem tryggja sér þátttökurétt hafa ekki rétt á að taka þátt í fleiri undankeppnum enda hafa þeir þegar tryggt sér þátttökurétt.
  5. Eftir þessar fjórar undankeppnir verða 16 spilarar í karlaflokki og 8 í kvennaflokki sem sleppa við riðlakeppni og er þeim raðað eftir stigalista ÍPS inn í útsláttinn.
  6. Riðlakeppni Íslandsmótsins verður haldin áður en útsláttarkeppni fer fram. Riðlakeppnin er opin öllum sem ekki tryggðu sér þátttökurétt í gegnum undankeppnina og munu 16 spilarar í karlaflokki og 8 í kvennaflokki komast upp úr riðlunum og munu þeim vera dreift eftir meðaltali í riðlakeppninni á móti þeim 16 körlum og 8 konum sem raðað var.
ipsdart

Recent Posts

Floridana deildin – Beinar útsendingar

Hér má finna allar útsendingar Live Darts Iceland frá 2. umferð Floridana deildarinnar í pílukasti…

2 vikur ago

Floridana deildin RVK – 2. umferð 2025 – Áætluð deildaskipting

Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 2. umferð Floridana deildarinnar RVK árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…

2 vikur ago

Floridana deildin NA – 2. umferð 2025 – Áætluð deildaskipting – Uppfært 23:25 – 7.feb.

Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 2. umferð Floridana deildarinnar NA árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…

2 vikur ago

Dartung – Breytingar á dagsetningum

Það kom ábending um að hafa ekki Dartung á sömu helgum og Floridana mótaröðin og…

3 vikur ago

ÍPS óskar eftir umsóknum í Barna- og unglingaráð

Það hefur verið mikil gróska í unglingastarfi hjá aðildarfélögum ÍPS og vöxtur undanfarinna ára er…

4 vikur ago