RÚV hefur ákveðið að færa Meistaradaga 2020 fram á haust en venjulega eru þeir haldnir í apríl ár hvert. Undankeppni Meistari Meistaranna mun því halda áfram fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði hjá hverju aðildarfélagi þangað til að nákvæm dagsetning á Meistaradögum fæst. Það verður ákvörðun stjórnar hvers aðildarfélags hvort spilað verði yfir sumarmánuðina.
Nánari upplýsingar varðandi fjölda þátttakenda frá hverju aðildarfélagi í Meistari Meistaranna 2020 verður gefið út síðar. Í fyrra voru 10 spilurum frá hverju aðildarfélagi boðin þátttaka og má búast við svipuðum fjölda í ár.
ÍPS hefur sett upp undankeppnina í Dartconnect fyrir sín aðildarfélög og skulu stjórnir hafa samband til að fá leiðbeiningar hvernig kerfið er stillt upp.
Við minnum síðan á að skila þarf gjaldi til ÍPS eftir hvert mót innan 48klst en reglurnar má nálgast undir Reglur-Undankeppni Meistari Meistaranna 2020
Stigalistana má einnig finna undir Stigalistar á síðunni.
Hér má finna allar útsendingar Live Darts Iceland frá 2. umferð Floridana deildarinnar í pílukasti…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 2. umferð Floridana deildarinnar RVK árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 2. umferð Floridana deildarinnar NA árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…
Það kom ábending um að hafa ekki Dartung á sömu helgum og Floridana mótaröðin og…
Það hefur verið mikil gróska í unglingastarfi hjá aðildarfélögum ÍPS og vöxtur undanfarinna ára er…