Categories: Meistari Meistaranna

Undankeppni Meistari Meistaranna 2020

RÚV hefur ákveðið að færa Meistaradaga 2020 fram á haust en venjulega eru þeir haldnir í apríl ár hvert. Undankeppni Meistari Meistaranna mun því halda áfram fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði hjá hverju aðildarfélagi þangað til að nákvæm dagsetning á Meistaradögum fæst. Það verður ákvörðun stjórnar hvers aðildarfélags hvort spilað verði yfir sumarmánuðina.

Nánari upplýsingar varðandi fjölda þátttakenda frá hverju aðildarfélagi í Meistari Meistaranna 2020 verður gefið út síðar. Í fyrra voru 10 spilurum frá hverju aðildarfélagi boðin þátttaka og má búast við svipuðum fjölda í ár.

ÍPS hefur sett upp undankeppnina í Dartconnect fyrir sín aðildarfélög og skulu stjórnir hafa samband til að fá leiðbeiningar hvernig kerfið er stillt upp.

Við minnum síðan á að skila þarf gjaldi til ÍPS eftir hvert mót innan 48klst en reglurnar má nálgast undir Reglur-Undankeppni Meistari Meistaranna 2020

Stigalistana má einnig finna undir Stigalistar á síðunni.

ipsdart

Share
Published by
ipsdart

Recent Posts

Floridana deildin – Beinar útsendingar

Hér má finna allar útsendingar Live Darts Iceland frá 2. umferð Floridana deildarinnar í pílukasti…

2 vikur ago

Floridana deildin RVK – 2. umferð 2025 – Áætluð deildaskipting

Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 2. umferð Floridana deildarinnar RVK árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…

2 vikur ago

Floridana deildin NA – 2. umferð 2025 – Áætluð deildaskipting – Uppfært 23:25 – 7.feb.

Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 2. umferð Floridana deildarinnar NA árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…

2 vikur ago

Dartung – Breytingar á dagsetningum

Það kom ábending um að hafa ekki Dartung á sömu helgum og Floridana mótaröðin og…

3 vikur ago

ÍPS óskar eftir umsóknum í Barna- og unglingaráð

Það hefur verið mikil gróska í unglingastarfi hjá aðildarfélögum ÍPS og vöxtur undanfarinna ára er…

4 vikur ago