Nú eru komnar dagsetningar og staðsetningar á allar undankeppnir Úrvalsdeildarinnar 2023. Til að einfalda allt markaðsefni höfum við ákveðið að kalla undankeppnirnar einfaldlega UK1, UK2 o.s.frv. 🙂
Skráning er núþegar hafin í fyrstu undankeppnina sem verður á Akureyri þriðjudaginn 11. apríl nk.
Í hverri undankeppni tryggja einn eða tveir pílukastarar sér þátttökurétt í Úrvalsdeildinni. Allir meðlimir í aðildarfélögum ÍPS geta tekið þátt í öllum undankeppnum að þeim keppendum undanskildum sem hafa núþegar tryggt sér þátttökurétt í Úrvalsdeildinni. Ekki eru sér karla- og kvennaflokkar, heldur eingöngu blandaður flokkur.
Úrvalsdeild Stöð 2 Sport 2023 hefst í lok ágúst en deildin verður tvöfalt stærri í ár þar sem 32 leikmenn keppa í 8 fjögurra manna riðlum á Bullseye. Núþegar hafa 15 pílukastarar tryggt sér þátttökurétt í Úrvalsdeildinni. Næstu 15 leikmenn geta tryggt sér sæti með góðum árangri í Íslandsmóti eða í einni af undankeppnunum sem ÍPS heldur í samstarfi við aðildarfélög.
ÍPS auglýsir eftir þjálfara til að sinna unglingalandsliðum Íslands tímabilið 2025-2027. Mikill vöxtur hefur verið…
Í gær fór fram síðasta kvöldið í Úrvalsdeildinni þar sem línur skýrðust tengt því hvaða…
Sjötta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur sunnudaginn 24.…
Hér má finna allar beinar útsendingar Live Darts Iceland frá Floridana deildinni í pílukasti. Leikir…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 6. umferð Floridana deildarinnar árið 2024. Fyrirkomulag uppröðunnar er…