Nú eru komnar dagsetningar og staðsetningar á allar undankeppnir Úrvalsdeildarinnar 2023. Til að einfalda allt markaðsefni höfum við ákveðið að kalla undankeppnirnar einfaldlega UK1, UK2 o.s.frv. 🙂
Skráning er núþegar hafin í fyrstu undankeppnina sem verður á Akureyri þriðjudaginn 11. apríl nk.
Í hverri undankeppni tryggja einn eða tveir pílukastarar sér þátttökurétt í Úrvalsdeildinni. Allir meðlimir í aðildarfélögum ÍPS geta tekið þátt í öllum undankeppnum að þeim keppendum undanskildum sem hafa núþegar tryggt sér þátttökurétt í Úrvalsdeildinni. Ekki eru sér karla- og kvennaflokkar, heldur eingöngu blandaður flokkur.
Úrvalsdeild Stöð 2 Sport 2023 hefst í lok ágúst en deildin verður tvöfalt stærri í ár þar sem 32 leikmenn keppa í 8 fjögurra manna riðlum á Bullseye. Núþegar hafa 15 pílukastarar tryggt sér þátttökurétt í Úrvalsdeildinni. Næstu 15 leikmenn geta tryggt sér sæti með góðum árangri í Íslandsmóti eða í einni af undankeppnunum sem ÍPS heldur í samstarfi við aðildarfélög.
Fyrsta umferð Floridana deildarinnar fór fram á Bullseye Reykjavík og aðstöðu Pílukastfélags Reykjavíkur sunnudaginn 4.…
Íslandsmót unglinga verður haldið sunnudaginn 25. maí næstkomandi. Það var ráðgert að hafa íslandsmótið unglinga…
Hér má sjá áætlaða deildaskiptingu fyrir 1. umferð Floridana deildarinnar NA árið 2025. Fyrirkomulag uppröðunnar…
Búið er að velja landsliðsúrtakshóp sem mun keppast um að komast í landslið karla og…