Aðal

Undankeppnir Úrvalsdeildarinnar 2023 fara af stað í apríl!

Nú eru komnar dagsetningar og staðsetningar á allar undankeppnir Úrvalsdeildarinnar 2023. Til að einfalda allt markaðsefni höfum við ákveðið að kalla undankeppnirnar einfaldlega UK1, UK2 o.s.frv. 🙂

Skráning er núþegar hafin í fyrstu undankeppnina sem verður á Akureyri þriðjudaginn 11. apríl nk.

Í hverri undankeppni tryggja einn eða tveir pílukastarar sér þátttökurétt í Úrvalsdeildinni.  Allir meðlimir í aðildarfélögum ÍPS geta tekið þátt í öllum undankeppnum að þeim keppendum undanskildum sem hafa núþegar tryggt sér þátttökurétt í Úrvalsdeildinni.  Ekki eru sér karla- og kvennaflokkar, heldur eingöngu blandaður flokkur.

Undankeppnirnar:

Um Úrvalsdeildina

Úrvalsdeild Stöð 2 Sport 2023 hefst í lok ágúst en deildin verður tvöfalt stærri í ár þar sem 32 leikmenn keppa í 8 fjögurra manna riðlum á Bullseye.  Núþegar hafa 15 pílukastarar tryggt sér þátttökurétt í Úrvalsdeildinni.  Næstu 15 leikmenn geta tryggt sér sæti með góðum árangri í Íslandsmóti eða í einni af undankeppnunum sem ÍPS heldur í samstarfi við aðildarfélög.

Helgi Pjetur

Recent Posts

ÍPS óskar eftir umsóknum í nefndir

Á síðasta píluþingi ÍPS var ákveðið stofnaðar yrði nokkrar nefndir sem hefðu það hlutverk að…

3 dagar ago

Val á landsliði Íslands fyrir WDF World Cup 2025

Kæru pílukastarar og áhugafólk um íþróttina Búið er að velja landsliðs Íslands sem mun taka…

7 dagar ago

Íslandsmeistaramót 501 – 2025 – Úrslit.

Íslandsmeistaramótið í 501 var haldið helgina 15-16. mars. Laugardaginn 15. mars var keppt um Íslandsmeistaratitil…

2 vikur ago

Íslandsmótið í pílukasti 2025 – Beinar útsendingar

Hér má finna allar beinar útsendingar Live Darts Iceland frá Íslandsmótinu í pílukasti. Laugardagur -…

4 vikur ago

Íslandsmót 501 – Riðlar klárir – Karlariðlar í einmenning verða spilaðir bæði á Bullseye og PFR.

Búið er að draga í riðla í Íslandsmótinu í Pílukasti 2025. Hægt er að sjá…

4 vikur ago