Categories: FréttirU18

Unglingamótaröð – 1. umferð – Úrslit

Fyrstu umferð unglingamótaraðar ÍPS og PingPong.is var spiluð á laugardaginn 19. mars í aðstöðu Pílufélags Reykjanesbæjar að Keilisbraut 755, Ásbrú. 26 keppendur mættu til leiks en keppt var í drengja- og stúlknaflokki 9-12 ára og 13-18 ára. Þetta er í fyrsta skiptið sem unglingamótaröð af þessu tagi er spiluð á Íslandi og greinilegt að þörfin er mikil enda frábær mæting á þetta fyrsta mót. Alls verða spilaðar 4 umferðir á þessu ári og verður næsta umferð spiluð þann 9. apríl.

Matthías Örn forseti ÍPS sagði í viðtali við blaðamann dart.is að framtíðin væri svo sannarlega björt í pílukasti. ,,Það er mjög mikilvægt að hlúa vel að yngstu iðkendum íþróttarinnar því þau eru framtíðin. Það var magnað að horfa á þau kasta í dag og sjá hversu góð þau eru og hvað þau geta orðið góð ef þau halda áfram að æfa sig. Eins verður að þakka foreldrum sem stóðu sig með prýði og aðstöðuðu við að skrifa leiki og hrósa og hugga eftir því sem gekk í mótinu. Einnig vill ég þakka Pílufélagi Reykjanesbæjar sem tóku gríðarlega vel á móti okkur, gáfu öllum keppendum mat og drykki og voru alltaf til staðar. Að lokum verð ég einnig að þakka PingPong.is sem eru að styrkja unglingastarf ÍPS og eiga stóran þátt í því að þessi mótaröð hóf göngu sína.

Í stúlknaflokki 9-12 sigraði Stefanía Vala Rósardóttir en hún sigraði Birtu Kareni Björnsdóttur 2-1 í úrslitaleiknum.

Í stúlknaflokki 13-18 ára sigraði Andrea Margrét Davíðsdóttir en hún sigraði Regínu Sól Pétursdóttur 2-0 í úrslitaleiknum.

Í drengjaflokki 9-12 ára sigraði Jakob Már Kjartansson en hann sigraði Eið Aron Marteinsson 2-1 í úrslitaleiknum.

Í drengjaflokki 13-18 ára sigraði Alexander Veigar Þorvaldsson en hann sigraði Alex Mána Pétursson 4-2 í úrslitaleiknum.

Hægt er að skoða öll úrslit úr öllum leikjum með því að smella HÉR

Stig eru veitt eftir hverja umferð og má nálgast stigalistann eftir fyrstu umferðina HÉR

Sýnt var beint frá völdum leikjum á heimasíðu sambandsins og má nálgast upptöku frá mótinu á YouTube síðu Live Darts Iceland

ÍPS vill að lokum óska verðlaunahöfum innilega til hamingju með árangurinn og þakka öllum þeim sem komu að mótinu á einn eða annan hátt. Eins og áður sagði verður næsta umferð spiluð þann 9. apríl og verður hún auglýst nánar þegar nær dregur.

ipsdart

Recent Posts

Dartung 3 verður haldið á Akureyri

Næsta dartung mót, Dartung 3, verður haldið á Akureyri laugardaginn 13. september í aðstöðu Píludeildar…

3 dagar ago

Umsókn fyrir boðsmiða á WDF Masters

WDF World Masters 2025 verður haldið í Ungverjalandi, 29. október - 1. nóvember. ÍPS hefur…

1 vika ago

UK3 – Reykjanesbær – Úrvalsdeildin 2025 – Úrslit

Í gær, 29.júni, var haldin þriðja undankeppni úrvalsdeildarinnar í pílu í Reykjanesbæ. 45 leikmenn mættu…

1 vika ago

UK2 – Akureyri – Úrvalsdeildin 2025 – Úrslit

Í gær, 19.júni, var haldin önnur undankeppni úrvalsdeildarinnar í pílu á Akureyri. 42 leikmenn mættu…

3 vikur ago

UK2 – Bein útsending

Hér má finna beinar útsendingar Live Darts Iceland frá Píludeild Þórs en þar fer fram…

3 vikur ago