Categories: U18Úrslit

Unglingamótaröð ÍPS og PingPong.is – 3. umferð – Úrslit

3. umferð unglingamótaraðar ÍPS og PingPong.is fór fram á laugardaginn á Bullseye Snorrabraut en um 30 krakkar á aldrinum 9-18 ára tóku þátt og var sýnt beint frá 3 keppnisspjöldum á heimasíðu sambandsins í gegnum Live Darts Iceland.

Í drengjaflokki 9-12 ára sigraði Eiður Aron Marteinsson en hann vann Gylfa Þór Harðarson 3-1 í úrslitaleiknum. Í stúlknaflokki 9-12 ára sigraði Linda Björk Atladóttir en hún vann Guðfinnu Söru Arnórsdóttur 3-0 í úrslitaleiknum.

Í drengjaflokki 13-18 ára sigraði Alexander Þorvaldsson en hann vann Ottó Helgason 4-2 í úrslitaleiknum. Í stúlknaflokki 13-18 ára sigraði Emilía Rós Hafdal Kristinsdóttir en hún vann Andreu Margréti Davíðsdóttur 3-2 í úrslitaleiknum.

Sigurvegarar og þau sem lentu í verðlaunasætum voru að lokum leyst út með glæsilegum verðlaunum frá PingPong.is og þökkum við þeim kærlega fyrir stuðninginn.

Hér fyrir neðan má sjá myndir af sigurvegurum og keppninni sjálfri og vill ÍPS þakka öllum þeim sem komu að mótinu á einn eða annan hátt kærlega fyrir.

Fjórða og seinasta umferð ársins verður síðan spiluð þann 5. nóvember næstkomandi.

ipsdart

Recent Posts

Floridana – 1. Umferð – Úrslit Sunnudagsins

Sunnudagur 18. janúar 2026 Gulldeild kvenna RVK 1. Sæti - Steinunn Dagný Ingvarsdóttir2. Sæti -…

1 vika ago

Floridana – 1. Umferð – Úrslit Laugardagsins

Laugardagur 17. janúar 2026 Kristaldeild 1. umferð Floridana 1. Sæti - Alexander Veigar Þorvaldsson2. Sæti…

2 vikur ago

Floridana 1. umferð 2026 – Útsending

Vegna óviðráðanlegra aðstæðna mun útsending sunnudaginn 18. janúar á Bullseye ekki fara fram.Hægt verður að…

2 vikur ago

Floridana 1. umferð – Dagskrá

Búið er að raða í riðla fyrir 1. umferð Floridana sem verður haldin á Bullseye,…

2 vikur ago